Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2024 22:04 Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með innkomu Þorsteins Leós. Vísir/Anton Brink „Leikur tveggja hálfleika, kannski aðallega sóknarlega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sex marka sigur liðsins gegn Bosníu í kvöld. „Varnarlega erum við bara fínir fannst mér allan leikinn. Við fáum bara á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik og mörkin sem við fáum á okkur er eitthvað sem mér fannst við geta komið í veg fyrir. Svo var annað sem við ætluðum að bjóða upp á eins og gengur og gerist. Hornamennirnir þeirra nýttu færin sín bara vel, en við fengum það sem við vildum og áttum von á.“ „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar og Janus gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið.“ „Það var þannig séð margt sem ég var ánægður með, sérstaklega í seinni hálfleik. Varðandi varnarleikinn heilt yfir fannst mér við vera í fínum málum.“ Snorri hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa Þorsteini Leó, sem kom inn með aðra vídd en íslenska liðið hefur getað boðið upp á undanfarin ár. Þorsteinn er nefnilega þeim hæfileika gæddur að vera ofboðslega hávaxinn og geta skotið af löngu færi. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ „Að því sögðu þá er þetta bara einn leikur og ef þú ert góður þá geriru þetta 2-3 í röð, en ef þú ert í heimsklassa þá ertu oftast góður. Við verðum að stíga varlega til jarðar því hann er ungur og á nóg eftir. En virkilega ánægjulegt að fá hann inn og gaman að hann skildi negla þetta svona,“ bætti Snorri við. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Fótbolti „Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Sport Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn Körfubolti „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, íshokkí og Lögmál leiksins Sport Sverrir og félagar að blanda sér í toppbaráttuna Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Sjá meira
„Varnarlega erum við bara fínir fannst mér allan leikinn. Við fáum bara á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik og mörkin sem við fáum á okkur er eitthvað sem mér fannst við geta komið í veg fyrir. Svo var annað sem við ætluðum að bjóða upp á eins og gengur og gerist. Hornamennirnir þeirra nýttu færin sín bara vel, en við fengum það sem við vildum og áttum von á.“ „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar og Janus gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið.“ „Það var þannig séð margt sem ég var ánægður með, sérstaklega í seinni hálfleik. Varðandi varnarleikinn heilt yfir fannst mér við vera í fínum málum.“ Snorri hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa Þorsteini Leó, sem kom inn með aðra vídd en íslenska liðið hefur getað boðið upp á undanfarin ár. Þorsteinn er nefnilega þeim hæfileika gæddur að vera ofboðslega hávaxinn og geta skotið af löngu færi. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ „Að því sögðu þá er þetta bara einn leikur og ef þú ert góður þá geriru þetta 2-3 í röð, en ef þú ert í heimsklassa þá ertu oftast góður. Við verðum að stíga varlega til jarðar því hann er ungur og á nóg eftir. En virkilega ánægjulegt að fá hann inn og gaman að hann skildi negla þetta svona,“ bætti Snorri við.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Fótbolti „Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Sport Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn Körfubolti „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, íshokkí og Lögmál leiksins Sport Sverrir og félagar að blanda sér í toppbaráttuna Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Sjá meira
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti