Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Arnar Skúli Atlason skrifar 31. október 2024 22:10 Viðar Örn Hafsteinsson veit ekki hvað vandamálið er hjá sínum mönnum í Hetti en þeir hafa tapað þremur leikjum í röð. vísir / anton brink Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar var vonsvikinn eftir leik sinna manna á móti Tindastól í kvöld. Fjörutíu stiga 99-59 tap varð niðurstaðan. „Bara svekktur, mjög svekktur og pirraður yfir frammistöðu okkar bæði í dag og svona uppá síðkastið, það er svona minn höfuðverkur núna,“ sagði Viðar eftir leik. Höttur vann fyrstu tvo leikina í vetur en seinustu þrír leikir hafa ekki verið góðir og liðið fengið stóra skelli. „Liðsframlagið, ekki hægt að benda á erlenda leikmenn, þetta eru leikmenn Hattar og þeir standa sig misvel, byrjum illa, það er eitthvað, kannski er það byrjunarliðið, kannski er það eitthvað í undirbúningnum frá mér, það sem ég held að við þurfum að gera núna, byrja á mér við þurfum að líta inn á við, hvað getum við gert í að byrja að taka fyrsta skrefið að snúa þessu við aftur, það er ekki hætt við að Höttur á Egilsstöðum tapi körfuboltaleik en frammistaðan er vonbrigði.“ Vandamál á báðum endum vallarins Viðar gat ekki bent á augljóst vandamál en það var mikið að í dag. „Ef ég gæti sagt þér akkúrat núna hvert vandamálið er, þá væri auðveldara að gera það, það er eitthvað svona hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins, það er ekki þannig að það breytist á einni viku að menn séu góðir að kasta og grípa og hitta í körfuna og svo vakna menn daginn eftir og verða lélegir í því, þetta er svona andlegs eðlis það er bjútíið að vera í liðsiþrótt svona samstaða og finna leiðir og menn koma með hugmyndir, hvernig ætlum við að vinna okkur í átt að þessu, það er eitthvað sem við ætlum að sameinast um núna og finna leiðir og prófa þær og þróa okkur áfram, því að brekkan er svolítið brött núna og éljagangur og rok í andlitið en við sem heildin við vinnum okkur út úr þessu ég hef engar áhyggjur af því, hversu snemma ég veit það ekki.“ Viðar bætti við að Matej Karlovic væri meiddur og hvort hann myndi snúa tilbaka eftir landsleikjafrí eða eftir áramót væri ekki vitað. Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
„Bara svekktur, mjög svekktur og pirraður yfir frammistöðu okkar bæði í dag og svona uppá síðkastið, það er svona minn höfuðverkur núna,“ sagði Viðar eftir leik. Höttur vann fyrstu tvo leikina í vetur en seinustu þrír leikir hafa ekki verið góðir og liðið fengið stóra skelli. „Liðsframlagið, ekki hægt að benda á erlenda leikmenn, þetta eru leikmenn Hattar og þeir standa sig misvel, byrjum illa, það er eitthvað, kannski er það byrjunarliðið, kannski er það eitthvað í undirbúningnum frá mér, það sem ég held að við þurfum að gera núna, byrja á mér við þurfum að líta inn á við, hvað getum við gert í að byrja að taka fyrsta skrefið að snúa þessu við aftur, það er ekki hætt við að Höttur á Egilsstöðum tapi körfuboltaleik en frammistaðan er vonbrigði.“ Vandamál á báðum endum vallarins Viðar gat ekki bent á augljóst vandamál en það var mikið að í dag. „Ef ég gæti sagt þér akkúrat núna hvert vandamálið er, þá væri auðveldara að gera það, það er eitthvað svona hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins, það er ekki þannig að það breytist á einni viku að menn séu góðir að kasta og grípa og hitta í körfuna og svo vakna menn daginn eftir og verða lélegir í því, þetta er svona andlegs eðlis það er bjútíið að vera í liðsiþrótt svona samstaða og finna leiðir og menn koma með hugmyndir, hvernig ætlum við að vinna okkur í átt að þessu, það er eitthvað sem við ætlum að sameinast um núna og finna leiðir og prófa þær og þróa okkur áfram, því að brekkan er svolítið brött núna og éljagangur og rok í andlitið en við sem heildin við vinnum okkur út úr þessu ég hef engar áhyggjur af því, hversu snemma ég veit það ekki.“ Viðar bætti við að Matej Karlovic væri meiddur og hvort hann myndi snúa tilbaka eftir landsleikjafrí eða eftir áramót væri ekki vitað.
Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira