Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Árni Sæberg skrifar 30. október 2024 09:06 Matarkarfan hækkaði um eitt prósent á milli mánaða. Vísir/Vilhelm Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 5,1 prósent. Hagstofan mun taka nýtt kílómetragjald inn í vísitöluna en yrði það ekki gert myndi mæld verðbólga hjaðna enn frekar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2024, er 634,1 stig og hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 510,8 stig og hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að verð á mat hafi hækkað um eitt prósent og haft 0,13 prósenta áhrif á mælinguna, og flugfargjöld til útlanda hækkað um 6,6 prósent, áhrif 0,12 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,1 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8 prósent. Taka kílómetragjaldið inn í mælinguna Í tilkynningunni segir að vegna fyrirspurna varðandi það hvaða áhrif upptaka á kílómetragjaldi á ökutæki kynni að hafa á vísitölu neysluverðs hafi Hagstofan bætt við lið um slík gjöld undir Spurt og svarað á vef Hagstofunnar. Þar segir að eftir skoðun á málinu frá ýmsum hliðum hafi niðurstaðan verið sú að þar sem gjaldið er háð notkun á vegum, það er að greitt sé í réttu hlutfalli við fjölda ekinna kílómetra, yrði litið á kílómetragjaldið sem veggjöld og það tekið með í vísitölu neysluverðs. Kílómetragjaldið myndi því hafa áhrif á hana til hækkunar. Greiningadeild Arion banka sagði á dögunum að reiknuð áhrif þess að taka gjaldið með væru um eins prósentustigs aukning á mældri verðbólgu, miðað við að horft væri fram hjá gjaldinu. Á vef Hagstofunnar segir að hvað varðar endanleg heildaráhrif á vísitöluna sé ekki hægt að svara því hver þau yrðu nema fyrir lægu endanleg útfærsla og vogir fyrir þann tímapunkt sem breytingarnar tækju gildi. Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2024, er 634,1 stig og hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 510,8 stig og hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að verð á mat hafi hækkað um eitt prósent og haft 0,13 prósenta áhrif á mælinguna, og flugfargjöld til útlanda hækkað um 6,6 prósent, áhrif 0,12 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,1 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8 prósent. Taka kílómetragjaldið inn í mælinguna Í tilkynningunni segir að vegna fyrirspurna varðandi það hvaða áhrif upptaka á kílómetragjaldi á ökutæki kynni að hafa á vísitölu neysluverðs hafi Hagstofan bætt við lið um slík gjöld undir Spurt og svarað á vef Hagstofunnar. Þar segir að eftir skoðun á málinu frá ýmsum hliðum hafi niðurstaðan verið sú að þar sem gjaldið er háð notkun á vegum, það er að greitt sé í réttu hlutfalli við fjölda ekinna kílómetra, yrði litið á kílómetragjaldið sem veggjöld og það tekið með í vísitölu neysluverðs. Kílómetragjaldið myndi því hafa áhrif á hana til hækkunar. Greiningadeild Arion banka sagði á dögunum að reiknuð áhrif þess að taka gjaldið með væru um eins prósentustigs aukning á mældri verðbólgu, miðað við að horft væri fram hjá gjaldinu. Á vef Hagstofunnar segir að hvað varðar endanleg heildaráhrif á vísitöluna sé ekki hægt að svara því hver þau yrðu nema fyrir lægu endanleg útfærsla og vogir fyrir þann tímapunkt sem breytingarnar tækju gildi.
Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira