Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2024 20:01 Birta Sif, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir gjaldtökuna skiljanlega en hefði viljað fara aðra leið. bjarni einarsson Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“ Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“
Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08
Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36