Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 11:08 Dósir með nikótínpúðum er að finna í vösum fjölmargra ungra karlmanna. Ein könnun leiddi í ljós að þriðjungur þeirra á aldrinum 18-34 ára neytti slíkra púða daglega í fyrra. Vísir/Egill Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. Nikótínpúðar og rafrettur hafa almennt verið undanþegnar gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Nú boðar Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, breytingu þar á. Í bandorminum er lagt til að tekið verði upp tuttugu krónu gjald á hvert gramm nikótínvöru eins og púða sem seldir eru í dósum. Þá er lagt til fjörutíu króna gjald af hverjum millílítra af vökva í rafrettum. Gjaldið nær ekki til rafrettna sem eru flokkaðar sem lækningatæki né áfyllinga á slíkar rafrettur. Það nær heldur ekki til nikótínvara sem eru markaðssettar sem lyf og eru flokkaðar sem slík í lyfjalögum. Þar er átt við nikótíntyggjó og plástra sem seldir eru í apótekum. Verðhækkun á nikótínpúðadós með gjaldtökunni er áætluð þrjú hundruð krónur í greinargerð með frumvarpinu. Til samanburðar er þar nefnt að tóbaksgjald af einum pakka af vindlingum nemi 604 krónum. Gjaldið af rafrettuvökvanum hækkaði verðið á einnota rafrettu með tveimur millílítrum af vökva um áttatíu krónur. Vísað er til þess að notkun nikótínpúða hafi aukist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Um þriðjungur ungra karlmanna notaði slíka púða daglega í fyrra en hlutfallið var fimmtungur árið 2020. Rafrettunotkun hafi einnig verið hlutfallslega mikil á meðal ungs fólks. Um sjö prósent fólks á aldrinum 18-34 ára reyki rafrettur daglega. Kallað hafi verið eftir því að stjórnvöld brygðust við útbreiddri notkun nikótínvara. Reglur um aldurtakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum hafi dugað skammt og notkunin aukist ár frá ári. Þörf hafi því verið á að grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn neyslu barna og ungmenna á vörunum. Rafrettur Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Nikótínpúðar og rafrettur hafa almennt verið undanþegnar gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Nú boðar Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, breytingu þar á. Í bandorminum er lagt til að tekið verði upp tuttugu krónu gjald á hvert gramm nikótínvöru eins og púða sem seldir eru í dósum. Þá er lagt til fjörutíu króna gjald af hverjum millílítra af vökva í rafrettum. Gjaldið nær ekki til rafrettna sem eru flokkaðar sem lækningatæki né áfyllinga á slíkar rafrettur. Það nær heldur ekki til nikótínvara sem eru markaðssettar sem lyf og eru flokkaðar sem slík í lyfjalögum. Þar er átt við nikótíntyggjó og plástra sem seldir eru í apótekum. Verðhækkun á nikótínpúðadós með gjaldtökunni er áætluð þrjú hundruð krónur í greinargerð með frumvarpinu. Til samanburðar er þar nefnt að tóbaksgjald af einum pakka af vindlingum nemi 604 krónum. Gjaldið af rafrettuvökvanum hækkaði verðið á einnota rafrettu með tveimur millílítrum af vökva um áttatíu krónur. Vísað er til þess að notkun nikótínpúða hafi aukist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Um þriðjungur ungra karlmanna notaði slíka púða daglega í fyrra en hlutfallið var fimmtungur árið 2020. Rafrettunotkun hafi einnig verið hlutfallslega mikil á meðal ungs fólks. Um sjö prósent fólks á aldrinum 18-34 ára reyki rafrettur daglega. Kallað hafi verið eftir því að stjórnvöld brygðust við útbreiddri notkun nikótínvara. Reglur um aldurtakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum hafi dugað skammt og notkunin aukist ár frá ári. Þörf hafi því verið á að grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn neyslu barna og ungmenna á vörunum.
Rafrettur Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira