Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 16:32 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play hagnaðist um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Félagið skoðar nú að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi. Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að stundvísi hafi mælst 89 prósent, sem sé bæting frá 85 prósent á sama tíma í fyrra en Play sé sem fyrr stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Play hafi flutt 521 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi 2024 og sætanýting verið 89 prósent. Tekjurnar drógust saman um tæplega níu prósent Þá segir að sætanýting hafi aukist og hliðartekjur verið stöðugar á þriðja ársfjórðungi en sætaframboð hafi hins vegar dregist saman um fimm prósent og tekjur af meðalflugfargjaldi hafi dregist saman um níu prósent vegna aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Fyrir vikið hafi heildartekjur dregist saman á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 8,8 prósent frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum bandaríkjadala í 100,5 milljónir bandaríkjadala. Lausafjárstaða félagsins hafi verið 39,8 milljónir bandaríkjadala við lok ársfjórðungsins og hafi því aukist um 0,6 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Leigugreiðslum vegna flugvéla Play sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sumartímann en lægri á veturna. Lækkun leigugreiðslna yfir vetrarmánuðina 2024 til 2025 sé sem nemur 4,3 milljónum bandaríkjadölum miðað við síðasta ár. Kostnaður á hvern sætiskílómetra, CASK, hafi áfram verið 5,3 bandaríkjasent en kostnaður á hvern sætiskílómetra að undanskildu eldsneyti, CASK ex-fuel, hafi verið 3,5 bandaríkjasent sem sé aukning frá 3,4 bandaríkjasentum vegna aukins framboðs og launakostnaðar. Meiri samkeppni dró úr rekstrarhagnaði Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta, EBIT, hafi verið 9,6 milljónir bandaríkjadala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja ársfjórðungi 2023, sem megi rekja til aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Uppfærð afkomuáætlun gefi til kynna að rekstrarafkoma félagsins fyrir allt árið 2024 verði lakari en í fyrra. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafi haft meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var. Gætu þurft að sækja fjármagn eftir allt saman Play geri nú viðamiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu. Félagið muni draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu sem hafi hingað til verið rekið með tapi og efla þess í stað arðbæra sólaráfangastaði félagsins frá Íslandi til Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Samhliða ofangreindum breytingum hyggist félagið auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns með því að leigja hluta hans til annarra flugfélaga eða fljúga fyrir önnur félög. Gert sé ráð fyrir að nýtt viðskiptalíkan verði raungert að fullu á næstu tólf til átján mánuðum. Að breytingunum loknum sé gert ráð fyrir að sólarlandaflug félagsins telji um 35 prósent af rekstrinum en hafi áður verið 25 prósent, að leiguverkefni verði um 35 prósent og að tengileiðakerfið verði um 30 prósent en hafi áður verið 75 prósent. „Fjárhagsstaða flugfélagsins er traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Til skoðunar er engu að síður að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.“ Þegar Play greindi frá slakri afkomu og fyrirhuguðum breytingum á rekstrinum á dögunum sagði þó að ekki væri talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að stundvísi hafi mælst 89 prósent, sem sé bæting frá 85 prósent á sama tíma í fyrra en Play sé sem fyrr stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Play hafi flutt 521 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi 2024 og sætanýting verið 89 prósent. Tekjurnar drógust saman um tæplega níu prósent Þá segir að sætanýting hafi aukist og hliðartekjur verið stöðugar á þriðja ársfjórðungi en sætaframboð hafi hins vegar dregist saman um fimm prósent og tekjur af meðalflugfargjaldi hafi dregist saman um níu prósent vegna aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Fyrir vikið hafi heildartekjur dregist saman á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 8,8 prósent frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum bandaríkjadala í 100,5 milljónir bandaríkjadala. Lausafjárstaða félagsins hafi verið 39,8 milljónir bandaríkjadala við lok ársfjórðungsins og hafi því aukist um 0,6 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Leigugreiðslum vegna flugvéla Play sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sumartímann en lægri á veturna. Lækkun leigugreiðslna yfir vetrarmánuðina 2024 til 2025 sé sem nemur 4,3 milljónum bandaríkjadölum miðað við síðasta ár. Kostnaður á hvern sætiskílómetra, CASK, hafi áfram verið 5,3 bandaríkjasent en kostnaður á hvern sætiskílómetra að undanskildu eldsneyti, CASK ex-fuel, hafi verið 3,5 bandaríkjasent sem sé aukning frá 3,4 bandaríkjasentum vegna aukins framboðs og launakostnaðar. Meiri samkeppni dró úr rekstrarhagnaði Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta, EBIT, hafi verið 9,6 milljónir bandaríkjadala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja ársfjórðungi 2023, sem megi rekja til aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Uppfærð afkomuáætlun gefi til kynna að rekstrarafkoma félagsins fyrir allt árið 2024 verði lakari en í fyrra. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafi haft meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var. Gætu þurft að sækja fjármagn eftir allt saman Play geri nú viðamiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu. Félagið muni draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu sem hafi hingað til verið rekið með tapi og efla þess í stað arðbæra sólaráfangastaði félagsins frá Íslandi til Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Samhliða ofangreindum breytingum hyggist félagið auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns með því að leigja hluta hans til annarra flugfélaga eða fljúga fyrir önnur félög. Gert sé ráð fyrir að nýtt viðskiptalíkan verði raungert að fullu á næstu tólf til átján mánuðum. Að breytingunum loknum sé gert ráð fyrir að sólarlandaflug félagsins telji um 35 prósent af rekstrinum en hafi áður verið 25 prósent, að leiguverkefni verði um 35 prósent og að tengileiðakerfið verði um 30 prósent en hafi áður verið 75 prósent. „Fjárhagsstaða flugfélagsins er traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Til skoðunar er engu að síður að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.“ Þegar Play greindi frá slakri afkomu og fyrirhuguðum breytingum á rekstrinum á dögunum sagði þó að ekki væri talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira