Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2024 12:18 Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. Starfsmenn flugfélagsins Play komu saman á sérstökum fundi klukkan tíu í dag til að bregðast við nýjustu vendingum hjá félaginu sem voru tilkynntar í gær. Flugfélagið mun gera umfangsmiklar breytingar á rekstri sínum en vélum og starfsfólki verður fækkað og umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið. Félagið dregur verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Komi ekki á óvart Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og ráðgjafi með áratugareynslu úr heimi flugferða, segir í samtali við fréttastofu að útspil Play komi honum ekki á óvart og að þetta sé augljóslega gert til að reyna bjarga rekstri félagsins. „Það er alveg augljóst mál að félagið er búið að vera tapa peningum og eigendur hafa þurft að setja peninga inn. Ef ég skil upplýsingar þeirra rétt þá er afkoman á þessu ári verri en þeir ætluðu og þá segir það sig sjálft að þá eflaust þarf að bæta við meira fjármagni. Þannig þeir hljóta að vera stilla upp í rekstrarmódel sem að myndi vera þannig að það væri hægt að biðja eigendur um að koma að.“ Óneitanlega annað en lagt var upp með Jón segir erfitt að segja til um hvort að breytingarnar verði til þess að bjarga rekstrinum en ítrekar að hann vonist til þess að um heillaskref sé að ræða fyrir flugfélagið. „Íslensk flugrekstrarfyrirtæki snúast um tvennt, annars vegar leiðarkerfisfélög eins og Icelandair hefur verið og margir hafa reynt. WOW og svo Play byrja á því að reyna vera þessi félög sem fljúga til og frá Íslandi og svo áfram til Ameríku með tengifarþega. Þetta getur verið erfiður og dýr markaður að fara inn á. Það hefur verið mjög árangursríkur rekstur hjá mörgum félögum sem eru íslensk sem hafa farið í þetta. Sem eru með blandaðan markað og leigumarkað og hafa verið að gera góða hluti á erlendum mörkuðum. Það eru eflaust tækifæri í því en það er óneitanlega aðeins annað en lagt var upp með þar sem þetta átti upphaflega að vera leiðarkefisflugfélag.“ Erfitt að segja hvort ráðist verði í uppsagnir Forstjóri Play sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vonist til þess að fækkun á starfsfólki eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu. Jón tekur fram að tíminn muni leiða í ljós hvernig það fari fram. „Það kom nú ekki alveg skýrt fram um hvaða tímasetningar væri að ræða. Það kom fram að þetta myndi taka einhvern tíma. Eðlileg starfsmannavelta væri þá að ráða aðra inn í staðinn eða hvort það þurfi að verða einhverjar leiðinlegar uppsagnir. Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Það fer allt eftir hvaða tímaramma er verið að tala um.“ Gengi Play hefur fallið um tæplega 22 prósent það sem af er degi. Play Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Starfsmenn flugfélagsins Play komu saman á sérstökum fundi klukkan tíu í dag til að bregðast við nýjustu vendingum hjá félaginu sem voru tilkynntar í gær. Flugfélagið mun gera umfangsmiklar breytingar á rekstri sínum en vélum og starfsfólki verður fækkað og umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið. Félagið dregur verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Komi ekki á óvart Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og ráðgjafi með áratugareynslu úr heimi flugferða, segir í samtali við fréttastofu að útspil Play komi honum ekki á óvart og að þetta sé augljóslega gert til að reyna bjarga rekstri félagsins. „Það er alveg augljóst mál að félagið er búið að vera tapa peningum og eigendur hafa þurft að setja peninga inn. Ef ég skil upplýsingar þeirra rétt þá er afkoman á þessu ári verri en þeir ætluðu og þá segir það sig sjálft að þá eflaust þarf að bæta við meira fjármagni. Þannig þeir hljóta að vera stilla upp í rekstrarmódel sem að myndi vera þannig að það væri hægt að biðja eigendur um að koma að.“ Óneitanlega annað en lagt var upp með Jón segir erfitt að segja til um hvort að breytingarnar verði til þess að bjarga rekstrinum en ítrekar að hann vonist til þess að um heillaskref sé að ræða fyrir flugfélagið. „Íslensk flugrekstrarfyrirtæki snúast um tvennt, annars vegar leiðarkerfisfélög eins og Icelandair hefur verið og margir hafa reynt. WOW og svo Play byrja á því að reyna vera þessi félög sem fljúga til og frá Íslandi og svo áfram til Ameríku með tengifarþega. Þetta getur verið erfiður og dýr markaður að fara inn á. Það hefur verið mjög árangursríkur rekstur hjá mörgum félögum sem eru íslensk sem hafa farið í þetta. Sem eru með blandaðan markað og leigumarkað og hafa verið að gera góða hluti á erlendum mörkuðum. Það eru eflaust tækifæri í því en það er óneitanlega aðeins annað en lagt var upp með þar sem þetta átti upphaflega að vera leiðarkefisflugfélag.“ Erfitt að segja hvort ráðist verði í uppsagnir Forstjóri Play sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vonist til þess að fækkun á starfsfólki eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu. Jón tekur fram að tíminn muni leiða í ljós hvernig það fari fram. „Það kom nú ekki alveg skýrt fram um hvaða tímasetningar væri að ræða. Það kom fram að þetta myndi taka einhvern tíma. Eðlileg starfsmannavelta væri þá að ráða aðra inn í staðinn eða hvort það þurfi að verða einhverjar leiðinlegar uppsagnir. Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Það fer allt eftir hvaða tímaramma er verið að tala um.“ Gengi Play hefur fallið um tæplega 22 prósent það sem af er degi.
Play Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira