„Play verður áfram íslenskt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 19:33 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play mun ráðast í umfangsmiklar breytingar og dregur úr verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi mun fækka, og sótt um flugrekstrarleyfi erlendis. Play greindi frá breytingunum nú síðdegis, eftir lokun markaða. Forstjóri félagsins segir að kjarninn í starfsemi félagsins hafi verið að tengja saman borgir í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, en minni áhersla hafi verið lögð á flug til Suður-Evrópu og Kanaríeyja. Nú verði þessi snúið við. „Þannig að það verði svona lykilþátturinn í starfseminni, að fljúga héðan og til Suður-Evrópu, og auðvitað til baka aftur. En að talsvert minni þáttur starfsemi félagsins verði fólginn í því að fljúga fólki yfir Atlantshafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Þurfa annað leyfi til að ráða erlendar áhafnir Þær vélar sem Play hafi nú yfir að ráða séu fullmargar miðað við breyttar áherslur. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið vegna breytinganna, sem Einar segir ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en eftir um það bil eitt ár. „Það verður ekki hagkvæmt að reka flugvélar fyrir aðra flugrekendur, nema þá með áhöfnum sem eru staðbundnar, sem eru á þeim stað þaðan sem vélin er gerð út. Við þurfum annað flugrekstrarleyfi til þess.“ Fækkun hjá félaginu sem þó verði áfram íslenskt Þó að flugrekstrarleyfið sé Maltneskt þarf hvorki að vera að umframvélarnar umræddu fljúgi þaðan, né að áhafnirnar verði maltneskar. Þær verða þó ekki íslenskar. Þurfið þið þá að ráðast í uppsagnir á því fólki sem fyrir er hér? „Það er nú nokkur starfsmannavelta í félaginu, og mikið ungt fólk sem vinnur hjá okkur og svona. Þannig að ég á von á því að meiri hluti þeirrar fækkunar sem óhjákvæmilega verður með þessu, eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu,“ segir Einar. Hann vill girða fyrir allan misskilning um að félagið sé alfarið að færa starfsemi sína úr landi. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Play greindi frá breytingunum nú síðdegis, eftir lokun markaða. Forstjóri félagsins segir að kjarninn í starfsemi félagsins hafi verið að tengja saman borgir í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, en minni áhersla hafi verið lögð á flug til Suður-Evrópu og Kanaríeyja. Nú verði þessi snúið við. „Þannig að það verði svona lykilþátturinn í starfseminni, að fljúga héðan og til Suður-Evrópu, og auðvitað til baka aftur. En að talsvert minni þáttur starfsemi félagsins verði fólginn í því að fljúga fólki yfir Atlantshafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Þurfa annað leyfi til að ráða erlendar áhafnir Þær vélar sem Play hafi nú yfir að ráða séu fullmargar miðað við breyttar áherslur. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið vegna breytinganna, sem Einar segir ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en eftir um það bil eitt ár. „Það verður ekki hagkvæmt að reka flugvélar fyrir aðra flugrekendur, nema þá með áhöfnum sem eru staðbundnar, sem eru á þeim stað þaðan sem vélin er gerð út. Við þurfum annað flugrekstrarleyfi til þess.“ Fækkun hjá félaginu sem þó verði áfram íslenskt Þó að flugrekstrarleyfið sé Maltneskt þarf hvorki að vera að umframvélarnar umræddu fljúgi þaðan, né að áhafnirnar verði maltneskar. Þær verða þó ekki íslenskar. Þurfið þið þá að ráðast í uppsagnir á því fólki sem fyrir er hér? „Það er nú nokkur starfsmannavelta í félaginu, og mikið ungt fólk sem vinnur hjá okkur og svona. Þannig að ég á von á því að meiri hluti þeirrar fækkunar sem óhjákvæmilega verður með þessu, eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu,“ segir Einar. Hann vill girða fyrir allan misskilning um að félagið sé alfarið að færa starfsemi sína úr landi. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira