Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Árni Sæberg skrifar 15. maí 2024 18:00 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Vísir/Einar Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. Þetta kom fram í samtali Einars Arnar Ólafssonar forstjóra við flugmiðilinn Flightglobal. Í frétt miðilsins segir að stefna Play sé að stækka varlega, hraður vöxtur bjóði hættu á aukinni samkeppni heim. Þar nefni Einar Örn írska risann á sviði lággjaldaflugs, Ryanair. Hagkvæmt að fljúga frekar til Íslands Haft er eftir Einari Erni að hagkvæmt gæti verið að fljúga frekar til Íslands en frá og nota til þess spænskar áhafnir og spænskt flugrekstrarleyfi. „Ég hugsa að það gæti verið grundvöllur fyrir okkar næsta heimavelli. Við myndum einfaldlega fljúga til Íslands í stað þess að fljúga frá Íslandi, og kannski vaxa þaðan.“ Það gæti einnig boðið upp á möguleikann að fljúga aðrar leiðir en til og frá Ísland en það gæti aukið hættu á aukinni samkeppni. „Við myndum bara gera það ef við teldum okkur hafa réttu vöruna í höndunum.“ Íslenskir flugmenn á þokkalegum launum Þá er haft eftir Einari Erni að á meðan auðvelt hafi verið að ráða flugþjóna hafi ráðning nægs fjölda flugmanna og -stjóra reynst Play óþægur ljár í þúfu. „Íslenskur vinnumarkaður gerir það að verkum að við erum aldrei ódýrasti markaðurinn. Íslenskir flugmenn eru á mjög þokkalegum launum.“ Play hafi siglt á Bretlandsmið þegar íslenska flugmenn skorti. Þónokkrir breskir flugmenn séu innan raða félagsins, sem ýmist búa hér á landi eða ferðast milli landanna tveggja. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði og sætanýting um 85 prósent Flugfélagið Play flutti rúmlega 122 þúsund farþega í apríl 2024, sem er 19 prósent meira en í apríl á síðasta ári. Sætanýtingin í apríl 2024 var 85,1 prósent, sem er aukning frá apríl í fyrra þegar sætanýting var 80,8 prósent. 7. maí 2024 11:18 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Einars Arnar Ólafssonar forstjóra við flugmiðilinn Flightglobal. Í frétt miðilsins segir að stefna Play sé að stækka varlega, hraður vöxtur bjóði hættu á aukinni samkeppni heim. Þar nefni Einar Örn írska risann á sviði lággjaldaflugs, Ryanair. Hagkvæmt að fljúga frekar til Íslands Haft er eftir Einari Erni að hagkvæmt gæti verið að fljúga frekar til Íslands en frá og nota til þess spænskar áhafnir og spænskt flugrekstrarleyfi. „Ég hugsa að það gæti verið grundvöllur fyrir okkar næsta heimavelli. Við myndum einfaldlega fljúga til Íslands í stað þess að fljúga frá Íslandi, og kannski vaxa þaðan.“ Það gæti einnig boðið upp á möguleikann að fljúga aðrar leiðir en til og frá Ísland en það gæti aukið hættu á aukinni samkeppni. „Við myndum bara gera það ef við teldum okkur hafa réttu vöruna í höndunum.“ Íslenskir flugmenn á þokkalegum launum Þá er haft eftir Einari Erni að á meðan auðvelt hafi verið að ráða flugþjóna hafi ráðning nægs fjölda flugmanna og -stjóra reynst Play óþægur ljár í þúfu. „Íslenskur vinnumarkaður gerir það að verkum að við erum aldrei ódýrasti markaðurinn. Íslenskir flugmenn eru á mjög þokkalegum launum.“ Play hafi siglt á Bretlandsmið þegar íslenska flugmenn skorti. Þónokkrir breskir flugmenn séu innan raða félagsins, sem ýmist búa hér á landi eða ferðast milli landanna tveggja.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði og sætanýting um 85 prósent Flugfélagið Play flutti rúmlega 122 þúsund farþega í apríl 2024, sem er 19 prósent meira en í apríl á síðasta ári. Sætanýtingin í apríl 2024 var 85,1 prósent, sem er aukning frá apríl í fyrra þegar sætanýting var 80,8 prósent. 7. maí 2024 11:18 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Farþegum fjölgaði og sætanýting um 85 prósent Flugfélagið Play flutti rúmlega 122 þúsund farþega í apríl 2024, sem er 19 prósent meira en í apríl á síðasta ári. Sætanýtingin í apríl 2024 var 85,1 prósent, sem er aukning frá apríl í fyrra þegar sætanýting var 80,8 prósent. 7. maí 2024 11:18