Hvernig líður þér í dag? Hildur Vilhelmsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum. Hún hvetur vinnustaði og stofnanir til að standa vörð um andlega heilsu starfsfólks síns. Fólk á vinnumarkaði ver meirihluta af vökutíma sínum í vinnu, eða að meðaltali um 168 klst. á mánuði á íslenskum vinnumarkaði. Því er mikilvægt að skoða hvaða áhrif vinnuumhverfið hefurá heilsu starfsfólks. Geta vinnustaðir gert eitthvað til að hlúa að starfsfólki sínu og stuðla að vellíðan þeirra? Vinnustaðir geta í raun gert fjölmargt til að stuðla að vellíðan starfsfólks, hvort sem um er að ræða líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að líðan starfsfólks heildrænt, þar sem ekki nægir að fjárfesta í besta stólnum ef á sama tíma er litið framhjá óæskilegri samskiptahegðun eða langvarandi álagi. Eru einhverjir þættir í starfsumhverfinu sem tæma orku starfsfólks og hafa neikvæð áhrif á vellíðan? Getum við mögulega hjálpast að við að bæta líðan starfsfólks með nærandi starfsumhverfi og hvað felst í nærandi starfsumhverfi? Starfsfólki, sem líður vel í vinnunni sýnir betri afköst, upplifir minni streitu, er ólíklegra til að upplifa einkenni kulnunar og tekur að jafnaði færri veikindadaga en það starfsfólk sem líður illa á vinnustaðnum, þá dregur vellíðan starfsfólks úr starfsmannaveltu Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsfólki þeirra líði vel og vellíðan starfsfólks ætti alltaf að vera forgangsmál stjórnenda. Á vinnustöðum er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að tryggja jákvæð samskipti, öfluga samvinnu, skýra ferla og boðleiðir, styrkja stjórnun og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Með því móti minnkum við líkur á árekstrum. Það er ekki síður mikilvægt að starfsfólk upplifi að það tilheyri, að skoðanir þeirra skipti máli og þau fái stuðning frá samstarfsfólki og stjórnendum. Heilbrigt vinnuumhverfi er sameiginlegt verkefni allra á vinnustaðnum. Sköpum í sameiningu umhverfi sem stuðlar að vellíðan starfsfólks, bæði í leik og starfi. Tökum eftir hvert öðru, bætt líðan starfsfólks byrjar hjá okkur sjálfum – öll höfum við áhrif. Höfundur er mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Streita og kulnun Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum. Hún hvetur vinnustaði og stofnanir til að standa vörð um andlega heilsu starfsfólks síns. Fólk á vinnumarkaði ver meirihluta af vökutíma sínum í vinnu, eða að meðaltali um 168 klst. á mánuði á íslenskum vinnumarkaði. Því er mikilvægt að skoða hvaða áhrif vinnuumhverfið hefurá heilsu starfsfólks. Geta vinnustaðir gert eitthvað til að hlúa að starfsfólki sínu og stuðla að vellíðan þeirra? Vinnustaðir geta í raun gert fjölmargt til að stuðla að vellíðan starfsfólks, hvort sem um er að ræða líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að líðan starfsfólks heildrænt, þar sem ekki nægir að fjárfesta í besta stólnum ef á sama tíma er litið framhjá óæskilegri samskiptahegðun eða langvarandi álagi. Eru einhverjir þættir í starfsumhverfinu sem tæma orku starfsfólks og hafa neikvæð áhrif á vellíðan? Getum við mögulega hjálpast að við að bæta líðan starfsfólks með nærandi starfsumhverfi og hvað felst í nærandi starfsumhverfi? Starfsfólki, sem líður vel í vinnunni sýnir betri afköst, upplifir minni streitu, er ólíklegra til að upplifa einkenni kulnunar og tekur að jafnaði færri veikindadaga en það starfsfólk sem líður illa á vinnustaðnum, þá dregur vellíðan starfsfólks úr starfsmannaveltu Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsfólki þeirra líði vel og vellíðan starfsfólks ætti alltaf að vera forgangsmál stjórnenda. Á vinnustöðum er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að tryggja jákvæð samskipti, öfluga samvinnu, skýra ferla og boðleiðir, styrkja stjórnun og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Með því móti minnkum við líkur á árekstrum. Það er ekki síður mikilvægt að starfsfólk upplifi að það tilheyri, að skoðanir þeirra skipti máli og þau fái stuðning frá samstarfsfólki og stjórnendum. Heilbrigt vinnuumhverfi er sameiginlegt verkefni allra á vinnustaðnum. Sköpum í sameiningu umhverfi sem stuðlar að vellíðan starfsfólks, bæði í leik og starfi. Tökum eftir hvert öðru, bætt líðan starfsfólks byrjar hjá okkur sjálfum – öll höfum við áhrif. Höfundur er mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun