GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:59 Helgi Már þekkir það að verja titla og telur núverandi Íslandsmeistara þurfa á hjálp að halda. vísir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir meistarar með KR á árum áður, ræddu meðal annars núverandi Íslandsmeistara Vals í fjórða þætti af GAZið, hlaðvarpsþætti um körfubolta. Pavel hefur á tilfinningunni að eitthvað vanti í liðið og Helgi tók undir. Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur. Bónus-deild karla Valur Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira