Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 17:02 Einar Stefánsson hringdi Kauphallarbjöllunni þegar Oculis var skráð á markað í apríl. Hann hefur byggt upp Oculis ásamt Þorsteini Loftssyni frá stofnun árið 2003. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaverð augnlyfjafyrirtækisins Oculis heldur áfram að hækka og tók stökk upp á 8,72 prósent í dag. Gengi Play hækkaði þó enn meira en það í örviðskiptum upp á fimm milljónir króna. Gengi Oculis hefur hækkað mikið í mánuðinum og stendur nú í 1.870 krónum, hærra en nokkurn tímann. Gengið hefur nú hækkað um 10,65 prósent frá dagslokum þann 23. apríl, þegar Oculis var skráð hérlendis. Flugfélagið Play var eina félagið á aðalmarkaði sem hækkaði meira en Oculis en gengi þess hækkaði um 12,36 prósent og stendur nú í tveimur krónum á hlut. Athygli vekur að velta með bréf Play var aðeins fimm milljónir króna í dag. Amaroq rauk upp eftir kaup forstjórans Þá hækkaði gengi hlutabréfa í námafélaginu Amaroq hressilega í dag, um 7,49 prósent. Félagið tilkynnti í dag að Eldur Ólafsson, forstjóri félagsins, hefði keypt 300 þúsund hluti á 99 krónur á hlut. Þar með er hlutur hans í félaginu alls 2,9 prósent. Sá hlutur er 1,3 milljarða króna virði eftir hækkanir dagsins. Aðeins eitt félag lækkaði Dagurinn var góður í Kauphöllinni og úrvalsvístalan hækkaði um 2,18 prósent. Gengi allra félaga utan sex hækkaði í dag. Fimm félög stóðu í stað og gengi Ölgerðarinnar lækkaði um 0,57 prósent. Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24 Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Gengi Oculis hefur hækkað mikið í mánuðinum og stendur nú í 1.870 krónum, hærra en nokkurn tímann. Gengið hefur nú hækkað um 10,65 prósent frá dagslokum þann 23. apríl, þegar Oculis var skráð hérlendis. Flugfélagið Play var eina félagið á aðalmarkaði sem hækkaði meira en Oculis en gengi þess hækkaði um 12,36 prósent og stendur nú í tveimur krónum á hlut. Athygli vekur að velta með bréf Play var aðeins fimm milljónir króna í dag. Amaroq rauk upp eftir kaup forstjórans Þá hækkaði gengi hlutabréfa í námafélaginu Amaroq hressilega í dag, um 7,49 prósent. Félagið tilkynnti í dag að Eldur Ólafsson, forstjóri félagsins, hefði keypt 300 þúsund hluti á 99 krónur á hlut. Þar með er hlutur hans í félaginu alls 2,9 prósent. Sá hlutur er 1,3 milljarða króna virði eftir hækkanir dagsins. Aðeins eitt félag lækkaði Dagurinn var góður í Kauphöllinni og úrvalsvístalan hækkaði um 2,18 prósent. Gengi allra félaga utan sex hækkaði í dag. Fimm félög stóðu í stað og gengi Ölgerðarinnar lækkaði um 0,57 prósent.
Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24 Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24
Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03