Oculis komið á markað Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2024 10:03 Einar Stefánsson hringdi Kauphallarbjöllunni í morgun. Hann hefur byggt upp Oculis ásamt Þorsteini Loftssyni frá stofnun árið 2003. Vísir/Vilhelm Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Kauphöll segir að Oculis sé alþjóðlegt líftæknifyrirtæki sem hafi það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón og draga úr einkennum alvarlegra augnsjúkdóma. Oculis tilheyri heilbrigðisgeiranum og sé fjórða félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltic í ár. Í þróun hjá Oculis séu ný augnlyf sem geti haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal sé OCS-01, augndropar byggðir á Optireach® tækni félagsins. Klínískar rannsóknir á OCS-01 hafi meðal annars sýnt verulegan árangur í meðferð á sjónhimnubjúg vegna sykursýki. Þá sé félagið með lyfið OCS-02 í klíniskum prófunum en það séu augndropar sem innihalda TNF-hamlara líttæknilyf, sem verki gegn augnþurrki og bólgum í yfirborði augans. Loks megi nefna lyfið OCS-05, sem bundnar séu vonir við að geti hjálpað til við meðhöndlun á hrörnun eða rýrnun taugavefs í auga sem tengist sjúkdómum eins og sjóntaugarbólgu. Markmið Oculis sé að bæta heilsu og lífsgæði sjúklinga um allan heim með því að þróa lyf sem bæta sjón og augnheilsu. Forstjórarnir hæstánægðir með skráninguna „Við erum mjög ánægð með að Oculis, sem á rætur sínar að rekja til íslensks hugvits sé núna tvískráð á Íslandi og í Bandaríkjunum. Við erum afar þakklát fyrir þann mikla áhuga sem fjárfestar hafa sýnt félaginu en skráningin hér styður vel við framtíðaráform okkar um að bæta meðferð alvarlegra augnsjúkdóma. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim fram veginn,“ er haft eftir Riad Sherif, forstjóra Oculis. „Við bjóðum Oculis velkomið á Aðalmarkað Nasdaq Iceland Iceland. Það er mjög ánægjulegt að félagið hafi valið tvískráningu á íslenska markaðinn, sem gefur íslenskum fjárfestum tækifæri til að taka þátt í vegferðinni þeirra. Við óskum öllum hjá Oculis og hluthöfum þess góðs gengis og hlökkum til styðja við félagið með auknum sýnileika á íslenska markaðnum,“ er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq á Íslandi. Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. 22. apríl 2024 14:04 Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna. 11. apríl 2024 12:14 Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Í tilkynningu frá Kauphöll segir að Oculis sé alþjóðlegt líftæknifyrirtæki sem hafi það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón og draga úr einkennum alvarlegra augnsjúkdóma. Oculis tilheyri heilbrigðisgeiranum og sé fjórða félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltic í ár. Í þróun hjá Oculis séu ný augnlyf sem geti haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal sé OCS-01, augndropar byggðir á Optireach® tækni félagsins. Klínískar rannsóknir á OCS-01 hafi meðal annars sýnt verulegan árangur í meðferð á sjónhimnubjúg vegna sykursýki. Þá sé félagið með lyfið OCS-02 í klíniskum prófunum en það séu augndropar sem innihalda TNF-hamlara líttæknilyf, sem verki gegn augnþurrki og bólgum í yfirborði augans. Loks megi nefna lyfið OCS-05, sem bundnar séu vonir við að geti hjálpað til við meðhöndlun á hrörnun eða rýrnun taugavefs í auga sem tengist sjúkdómum eins og sjóntaugarbólgu. Markmið Oculis sé að bæta heilsu og lífsgæði sjúklinga um allan heim með því að þróa lyf sem bæta sjón og augnheilsu. Forstjórarnir hæstánægðir með skráninguna „Við erum mjög ánægð með að Oculis, sem á rætur sínar að rekja til íslensks hugvits sé núna tvískráð á Íslandi og í Bandaríkjunum. Við erum afar þakklát fyrir þann mikla áhuga sem fjárfestar hafa sýnt félaginu en skráningin hér styður vel við framtíðaráform okkar um að bæta meðferð alvarlegra augnsjúkdóma. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim fram veginn,“ er haft eftir Riad Sherif, forstjóra Oculis. „Við bjóðum Oculis velkomið á Aðalmarkað Nasdaq Iceland Iceland. Það er mjög ánægjulegt að félagið hafi valið tvískráningu á íslenska markaðinn, sem gefur íslenskum fjárfestum tækifæri til að taka þátt í vegferðinni þeirra. Við óskum öllum hjá Oculis og hluthöfum þess góðs gengis og hlökkum til styðja við félagið með auknum sýnileika á íslenska markaðnum,“ er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq á Íslandi.
Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. 22. apríl 2024 14:04 Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna. 11. apríl 2024 12:14 Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. 22. apríl 2024 14:04
Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna. 11. apríl 2024 12:14
Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. 16. mars 2024 11:01
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent