Orðaður við Ísland í fyrra en virðist taka við Svíum Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 10:01 Michael Apelgren, næstlengst til hægri á mynd, hefur verið aðstoðarþjálfari Svía í tvö ár. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Svíar eru í leit að næsta landsliðsþjálfara sínum í handbolta karla en þeirri leit gæti verið lokið með ráðningu manns sem á síðasta ári var orðaður við íslenska landsliðið. Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að Svíar séu nú nálægt því að ráða hinn fertuga Michael Apelgren í starfið, sem losnaði 20. september þegar Glenn Solberg hætti óvænt. „Það er samtal í gangi á milli mín og sambandsins,“ staðfesti Apelgren við Aftonbladet. Hann var einn af þeim sem orðaðir voru við stöðu landsliðsþjálfara Íslands snemma á síðasta ári, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti, en að lokum var Snorri Steinn Guðjónsson ráðinn. Aðeins átta dagar eru þar til að tilkynna á sænska landsliðshópinn sem keppir á EHF Euro Cup í nóvember, í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Markmið sænska handboltasambandsins hefur verið að finna þjálfara fyrir þann tíma, og að ekki verði þá um tímabundna ráðningu að ræða heldur þjálfara til lengri tíma. Apelgren var aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía í tvö ár þar til að samningur hans rann út um síðustu mánaðamót. Hann var því fljótt álitinn líklegur kandídat í að taka við af Solberg. Apelgren segist hins vegar ekki vera eini kostur sænska sambandsins: „Það eru fleiri enn inni í myndinni og í samtali [við sambandið],“ sagði Apelgren við Aftonbladet. Gerðist þjálfari Janusar Daða í sumar Aftonbladet segir að sænska sambandið sé einnig með til skoðunar Patrik Fahlgren hjá Hammarby og Oscar Carlén hjá Ystad, mögulega sem þjálfarapar, fari svo að Apelgren verði ekki ráðinn. Apelgren fer ekki í neinar grafgötur með það að hann sækist eftir starfinu. „Ég hef alltaf haft metnað fyrir því. Svo já, það er klárlega áhugi hjá mér þó að ég hafi ekki vonast eftir því að það yrði með þessum hætti [að Solberg hætti skyndilega, með tvö ár eftir af samningi sínum],“ sagði Apelgren sem í sumar tók við þjálfun Pick Szeged, og stýrir þar meðal annars Janusi Daða Smárasyni. Aftonbladet segir að í samningi Apelgren við Pick Szeged sé skýrt að hann megi einnig þjálfa landslið, en þó sé verið að bíða eftir staðfestingu frá ungverska liðinu á því að Apelgren megi gegn báðum störfum. Blaðið segir að það sé það helsta sem enn komi í veg fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið. Handbolti Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að Svíar séu nú nálægt því að ráða hinn fertuga Michael Apelgren í starfið, sem losnaði 20. september þegar Glenn Solberg hætti óvænt. „Það er samtal í gangi á milli mín og sambandsins,“ staðfesti Apelgren við Aftonbladet. Hann var einn af þeim sem orðaðir voru við stöðu landsliðsþjálfara Íslands snemma á síðasta ári, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti, en að lokum var Snorri Steinn Guðjónsson ráðinn. Aðeins átta dagar eru þar til að tilkynna á sænska landsliðshópinn sem keppir á EHF Euro Cup í nóvember, í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Markmið sænska handboltasambandsins hefur verið að finna þjálfara fyrir þann tíma, og að ekki verði þá um tímabundna ráðningu að ræða heldur þjálfara til lengri tíma. Apelgren var aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía í tvö ár þar til að samningur hans rann út um síðustu mánaðamót. Hann var því fljótt álitinn líklegur kandídat í að taka við af Solberg. Apelgren segist hins vegar ekki vera eini kostur sænska sambandsins: „Það eru fleiri enn inni í myndinni og í samtali [við sambandið],“ sagði Apelgren við Aftonbladet. Gerðist þjálfari Janusar Daða í sumar Aftonbladet segir að sænska sambandið sé einnig með til skoðunar Patrik Fahlgren hjá Hammarby og Oscar Carlén hjá Ystad, mögulega sem þjálfarapar, fari svo að Apelgren verði ekki ráðinn. Apelgren fer ekki í neinar grafgötur með það að hann sækist eftir starfinu. „Ég hef alltaf haft metnað fyrir því. Svo já, það er klárlega áhugi hjá mér þó að ég hafi ekki vonast eftir því að það yrði með þessum hætti [að Solberg hætti skyndilega, með tvö ár eftir af samningi sínum],“ sagði Apelgren sem í sumar tók við þjálfun Pick Szeged, og stýrir þar meðal annars Janusi Daða Smárasyni. Aftonbladet segir að í samningi Apelgren við Pick Szeged sé skýrt að hann megi einnig þjálfa landslið, en þó sé verið að bíða eftir staðfestingu frá ungverska liðinu á því að Apelgren megi gegn báðum störfum. Blaðið segir að það sé það helsta sem enn komi í veg fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið.
Handbolti Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira