Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 23:31 Max Verstappen er orðinn ansi þreyttur á ýmsu í kringum Formúlu 1. Lars Baron/Getty Images Max Verstappen, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segir að það að honum hafi verið refsað fyrir að blóta á blaðamannafundi gæti flýtt fyrir því að hann hætti í íþróttinni og snúi sér að öðrum akstursíþróttum. Verstappen hefur aldrei farið leynt með það að hann ætli sér ekki að eiga langan feril í Formúlu 1 og eltast við öll þau met sem í boði eru. Það séu aðrir hlutir sem hann vilji einnig afreka í akstursíþróttum. Hollendingurinn fékk refsingu um helgina fyrir að blóta á blaðamannafundi Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Singapúr, þar sem Verstappen kom annar í mark, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Lando Norris sem fagnaði sigri. Fyrir blótið var Verstappen gert að sinna samfélagsþjónustu, en hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er ljóst að Hollendingurinn er orðinn þreyttur á ýmsu sem fylgir því að vera ökumaður í Formúlu 1. Hann segir að hann eigi ekki mikla þolinmæði eftir og að refsingar sem þessar geti hjálpað honum að taka ákvarðanir um framtíð sína. „Svona hlutir eiga klárlega þátt í því að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ sagði Verstappen aðspurður út í refsinguna. „Þegar maður fær ekki að vera maður sjáfur og þegar maður þarf að eiga við alla þessa skrýtnu hluti.“ „Ég er á þeim stað á ferlinum að ég vil ekki þurfa alltaf að vera að eiga við svona hluti. Það er mjög þreytandi. Fyrir mér er þetta engin leið til að halda áfram í íþróttinni, það er klárt.“ Akstursíþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Verstappen hefur aldrei farið leynt með það að hann ætli sér ekki að eiga langan feril í Formúlu 1 og eltast við öll þau met sem í boði eru. Það séu aðrir hlutir sem hann vilji einnig afreka í akstursíþróttum. Hollendingurinn fékk refsingu um helgina fyrir að blóta á blaðamannafundi Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Singapúr, þar sem Verstappen kom annar í mark, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Lando Norris sem fagnaði sigri. Fyrir blótið var Verstappen gert að sinna samfélagsþjónustu, en hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er ljóst að Hollendingurinn er orðinn þreyttur á ýmsu sem fylgir því að vera ökumaður í Formúlu 1. Hann segir að hann eigi ekki mikla þolinmæði eftir og að refsingar sem þessar geti hjálpað honum að taka ákvarðanir um framtíð sína. „Svona hlutir eiga klárlega þátt í því að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ sagði Verstappen aðspurður út í refsinguna. „Þegar maður fær ekki að vera maður sjáfur og þegar maður þarf að eiga við alla þessa skrýtnu hluti.“ „Ég er á þeim stað á ferlinum að ég vil ekki þurfa alltaf að vera að eiga við svona hluti. Það er mjög þreytandi. Fyrir mér er þetta engin leið til að halda áfram í íþróttinni, það er klárt.“
Akstursíþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira