Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2024 21:31 Lovísa Thompson skoraði fimm mörk í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu þægilegan sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 16-26. Grótta fór þá í góða ferð á Selfoss. Fyrri hálfleikur var heldur rólegur en segja má að mögnuð vörn Vals, eða hreinlega slakur sóknarleikur Eyjakvenna, hafi verið lykillinn að sigri kvöldsins. Í hálfleik var staðan 5-10 og í síðari hálfleik juku gestirnir forskotið. Munurinn var tíu mörk þegar lokaflautan gall og Valur unnið fyrstu tvo leiki sína á meðan ÍBV vann fyrsta leik sinn en tapaði síðan í kvöld. Valskonur deildu mörkunum systurlega á milli sín. Lovísa Thompson var markahæst með fimm en þar á eftir komu Thea Imani Sturludóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Lilja Ágústsdóttir með fjögur mörk hver. Hjá ÍBV voru Birna Berg Haraldsdóttir og Britney Cots með fjögur mörk hvor. Á Selfossi var Grótta í heimsókn og höfðu gestirnir betur, lokatölur 22-25. Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum fyrir heimaliðið. Þá skoraði Katla María Magnúsdóttir fimm mörk og Cornelia Linnea Hermansson varði 11 skot í markinu. Hjá Gróttu voru Katrín Anna Ásmundsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir markahæstar með sex mörk hvor. Anna Karólína Ingadóttir varði 9 skot í markinu. Grótta hefur nú unnið einn leik og tapað einum á meðan Selfoss er án stiga. Handbolti Olís-deild kvenna Valur ÍBV UMF Selfoss Grótta Mest lesið Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Íslenski boltinn UEFA hefur rannsókn vegna kvartana Tel Aviv Fótbolti Njarðvík semur við eina unga og efnilega Körfubolti Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Enski boltinn Varði mark botnliðsins en bar samt af Íslenski boltinn Daníel Ingi framlengir hjá Nordsjælland Fótbolti Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Íslenski boltinn Ómar Ingi frábær í öruggum sigri Magdeburg Handbolti Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær í öruggum sigri Magdeburg Orðaður við Ísland í fyrra en virðist taka við Svíum Haukar unnu einvígið með 35 marka mun Valskonur flugu áfram í aðra umferðina Arnór lét til sín taka í þriðja sigri Fredericia í röð Óðinn Þór öflugur ÍBV sótti sigur í Garðabæinn Risasigrar hjá Val og Haukum Selfoss komið á blað Fjölnir með frábæran sigur á Stjörnunni Uppgjörið: FH - Valur 23-30 | Valur á flugi og FH ekki eins án Arons Sigursteinn Arndal: FH liðið langt frá sínu besta Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Magdeburg missti heimsmeistaratitilinn „Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Haukar og HK sættust á stig eftir æsispennandi leik Nítján marka stórsigur hjá Haukum Elliði markahæstur, öruggt hjá Andra og Andreu Óðinn markahæstur í toppslagnum Uppgjörið: Fram - Valur 25-29 | Valur vann stórveldaslag Íslendingaliðið með fullt hús stiga eftir fimm umferðir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Magdeburg í úrslit fjórða árið í röð Bjarki Már í úrslit á kostnað Barcelona Arftaki Þóris fundinn: „Þetta eru stórir skór að fylla í“ Lilja tognuð á ökkla og frá næsta mánuðinn Guðmundur og Arnór fögnuðu góðum sigri Greið leið fyrir Bjarka, Ómar og Gísla í undanúrslit HM Elliði Snær frábær í sigri Gummersbach Bjarki með átta gegn Brössum Sjá meira
Fyrri hálfleikur var heldur rólegur en segja má að mögnuð vörn Vals, eða hreinlega slakur sóknarleikur Eyjakvenna, hafi verið lykillinn að sigri kvöldsins. Í hálfleik var staðan 5-10 og í síðari hálfleik juku gestirnir forskotið. Munurinn var tíu mörk þegar lokaflautan gall og Valur unnið fyrstu tvo leiki sína á meðan ÍBV vann fyrsta leik sinn en tapaði síðan í kvöld. Valskonur deildu mörkunum systurlega á milli sín. Lovísa Thompson var markahæst með fimm en þar á eftir komu Thea Imani Sturludóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Lilja Ágústsdóttir með fjögur mörk hver. Hjá ÍBV voru Birna Berg Haraldsdóttir og Britney Cots með fjögur mörk hvor. Á Selfossi var Grótta í heimsókn og höfðu gestirnir betur, lokatölur 22-25. Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum fyrir heimaliðið. Þá skoraði Katla María Magnúsdóttir fimm mörk og Cornelia Linnea Hermansson varði 11 skot í markinu. Hjá Gróttu voru Katrín Anna Ásmundsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir markahæstar með sex mörk hvor. Anna Karólína Ingadóttir varði 9 skot í markinu. Grótta hefur nú unnið einn leik og tapað einum á meðan Selfoss er án stiga.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur ÍBV UMF Selfoss Grótta Mest lesið Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Íslenski boltinn UEFA hefur rannsókn vegna kvartana Tel Aviv Fótbolti Njarðvík semur við eina unga og efnilega Körfubolti Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Enski boltinn Varði mark botnliðsins en bar samt af Íslenski boltinn Daníel Ingi framlengir hjá Nordsjælland Fótbolti Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Íslenski boltinn Ómar Ingi frábær í öruggum sigri Magdeburg Handbolti Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær í öruggum sigri Magdeburg Orðaður við Ísland í fyrra en virðist taka við Svíum Haukar unnu einvígið með 35 marka mun Valskonur flugu áfram í aðra umferðina Arnór lét til sín taka í þriðja sigri Fredericia í röð Óðinn Þór öflugur ÍBV sótti sigur í Garðabæinn Risasigrar hjá Val og Haukum Selfoss komið á blað Fjölnir með frábæran sigur á Stjörnunni Uppgjörið: FH - Valur 23-30 | Valur á flugi og FH ekki eins án Arons Sigursteinn Arndal: FH liðið langt frá sínu besta Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Magdeburg missti heimsmeistaratitilinn „Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Haukar og HK sættust á stig eftir æsispennandi leik Nítján marka stórsigur hjá Haukum Elliði markahæstur, öruggt hjá Andra og Andreu Óðinn markahæstur í toppslagnum Uppgjörið: Fram - Valur 25-29 | Valur vann stórveldaslag Íslendingaliðið með fullt hús stiga eftir fimm umferðir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Magdeburg í úrslit fjórða árið í röð Bjarki Már í úrslit á kostnað Barcelona Arftaki Þóris fundinn: „Þetta eru stórir skór að fylla í“ Lilja tognuð á ökkla og frá næsta mánuðinn Guðmundur og Arnór fögnuðu góðum sigri Greið leið fyrir Bjarka, Ómar og Gísla í undanúrslit HM Elliði Snær frábær í sigri Gummersbach Bjarki með átta gegn Brössum Sjá meira