Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2024 10:03 Veður setur reglulega strik í reikninginn hjá flugfarþegum. Avilabs Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Það er íslenska fyrirtækið AviLabs sem stendur fyrir ráðstefnunni Grounded in Iceland sem er sögð fyrsta og eina ráðstefna sinnar tegundar á heimsvísu. 11. AviLabs hefur frá árinu 2019 unnið að lausnum til að veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi farþega. Í samantekt AviLabs segir að um 33 milljónir flugfarþega hafi orðið fyrir röskun af einhverju tagi í hverjum mánuði á þessu ári. Eingöngu í ágúst hafi um 17 þúsund flugfarþegar á Íslandi verið í sömu sporum. Flugi þeirra hafi verið seinkað, aflýst eða raskast með öðrum hætti. Til mikils að vinna „Auk neikvæðs orðspors, slæmrar upplifunar farþega og gífurlegrar vinnu við að koma flugáætlunum aftur í samt far, kosta slíkar raskanir flugfélög um 4-8% af heildartekjum. Það samsvarar um 60 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu árlega,“ segir í tilkynningu frá AviLabs. „Það er til mikils að vinna fyrir flugfélög að bæta upplifun farþega þegar flug raskast. Við hér á Íslandi erum þessu ekki ókunnug, en náttúruhamfarir og veðurfar setja strik í reikninginn við að halda flugi á áætlun,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri AviLabs. „Grounded in Iceland er vettvangur fyrir leiðtoga og sérfræðinga til að kynna og ræða umfang og áhrif flugraskana og hvaða úrræðum má beita til þess að lágmarka kostnað, draga úr neikvæðum áhrifum á rekstur en ekki síst bæta upplifun farþega.“ Stór flugfélög mætt til fundar Um 10% flugfélaga í heiminum taka þátt í ráðstefnunni og samanlagt flytja félögin um 20% allra farþega á heimsvísu. Fulltrúar United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal gesta. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun. „Öryggismál og stjórnun ferðarofs eru þeir málaflokkar þar sem flugfélög leitast eftir samstarfi frekar en samkeppni, til þess að þróa betri lausnir fyrir geirann allan,“ segir Jay Fulmer, stjórnandi stefnumótunar og nýsköpunar hjá United Airlines. „Grounded in Iceland verður spennandi vettvangur samtals og skoðanaskipta, en ekki síður tækifæri til þess að upplifa Ísland og kynnast arfleifð Íslendinga í flugi.“ Fréttir af flugi Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira
Það er íslenska fyrirtækið AviLabs sem stendur fyrir ráðstefnunni Grounded in Iceland sem er sögð fyrsta og eina ráðstefna sinnar tegundar á heimsvísu. 11. AviLabs hefur frá árinu 2019 unnið að lausnum til að veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi farþega. Í samantekt AviLabs segir að um 33 milljónir flugfarþega hafi orðið fyrir röskun af einhverju tagi í hverjum mánuði á þessu ári. Eingöngu í ágúst hafi um 17 þúsund flugfarþegar á Íslandi verið í sömu sporum. Flugi þeirra hafi verið seinkað, aflýst eða raskast með öðrum hætti. Til mikils að vinna „Auk neikvæðs orðspors, slæmrar upplifunar farþega og gífurlegrar vinnu við að koma flugáætlunum aftur í samt far, kosta slíkar raskanir flugfélög um 4-8% af heildartekjum. Það samsvarar um 60 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu árlega,“ segir í tilkynningu frá AviLabs. „Það er til mikils að vinna fyrir flugfélög að bæta upplifun farþega þegar flug raskast. Við hér á Íslandi erum þessu ekki ókunnug, en náttúruhamfarir og veðurfar setja strik í reikninginn við að halda flugi á áætlun,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri AviLabs. „Grounded in Iceland er vettvangur fyrir leiðtoga og sérfræðinga til að kynna og ræða umfang og áhrif flugraskana og hvaða úrræðum má beita til þess að lágmarka kostnað, draga úr neikvæðum áhrifum á rekstur en ekki síst bæta upplifun farþega.“ Stór flugfélög mætt til fundar Um 10% flugfélaga í heiminum taka þátt í ráðstefnunni og samanlagt flytja félögin um 20% allra farþega á heimsvísu. Fulltrúar United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal gesta. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun. „Öryggismál og stjórnun ferðarofs eru þeir málaflokkar þar sem flugfélög leitast eftir samstarfi frekar en samkeppni, til þess að þróa betri lausnir fyrir geirann allan,“ segir Jay Fulmer, stjórnandi stefnumótunar og nýsköpunar hjá United Airlines. „Grounded in Iceland verður spennandi vettvangur samtals og skoðanaskipta, en ekki síður tækifæri til þess að upplifa Ísland og kynnast arfleifð Íslendinga í flugi.“
Fréttir af flugi Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira