Sætanýtingin aldrei verið betri Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2024 09:03 Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9 prósent á leið frá Íslandi, 35,6 prósent voru á leið til Íslands og 38,5 prósent voru tengifarþegar (VIA). Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33