Sætanýtingin aldrei verið betri Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2024 09:03 Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9 prósent á leið frá Íslandi, 35,6 prósent voru á leið til Íslands og 38,5 prósent voru tengifarþegar (VIA). Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33