Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 15:20 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Alma íbúðafélag sem hingað til hefur gert allt að fimm ára leigusamninga hefur ákveðið að bjóða aðeins upp á 13 mánaða leigusamning. Tilefnið er ný húsaleigulög sem tóku gildi um mánaðamótin. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira