„Það hafði smá áhrif að það voru engin læti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. ágúst 2024 19:46 Frá Hlíðarenda í dag. Vísir/Lýður Valur vann stórsigur á RK Bjelin Spacva Vinkovci að Hlíðarenda í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira