Mæld verðbólga meiri ef Hagstofan hefði ekki skipt um kúrs Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2024 13:15 Hagstofa Íslands fékk betri yfirsýn yfir verð á leigumarkaði eftir að öllum var gert að skrá nýja leigusamninga í húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hagstofan tók svo upp nýja mælingaraðferð sem byggði á þessum upplýsingum. Vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú minni eftir að Hagstofan breytti því hvernig hún mælir húsnæðiskostnað, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlímánuði en hefði líklega verið nær sjö prósentum með gömlu aðferðinni. Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta er hann nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. Verðbólga mælst 6,1 prósent en ekki 5,8 Fyrst var notast við nýju aðferðina í júní þegar mæld verðbólga minnkaði úr 6,2% í 5,8%. Á sama tíma hækkaði húsnæðisliður mælingarinnar um 0,8% milli mánaða en vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan studdist við áður, um 1,44%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Miðað við útreikninga bankans hefðu um 0,5 prósentustig bæst við hækkun vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis í gömlu aðferðinni, vegna þátta á borð við vexti og afskriftir. Samanlagt hefði reiknuð leiga því mögulega hækkað um 1,94% með gömlu aðferðinni, en ekki 0,8% eins og raunin varð með þeirri nýju. Verðbólga í júní hefði miðað við það mælst 6,1% en ekki 5,8%. Í júlí hækkaði mæld verðbólga úr 5,8% í 6,3% en liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,46% á milli mánaða með nýju aðferðinni. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans hækkaði vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis á sama tíma um 2,05% og með vaxtalið hefði reiknuð húsaleiga hækkað um 2,55% með gömlu aðferðinni. Verðbólga hefði þannig hækkað úr 6,1% í 6,9% í júlí, í stað þess að mælast 6,3%. Mæld verðbólga geti lækkað þegar olíu- og bensíngjöld verða felld niður „Reiknaða húsaleigu má túlka sem leiguverðið sem húsnæðiseigandi myndi borga fyrir íbúðina sína,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gamla aðferð Hagstofunnar hafi byggt á markaðsverði íbúðarhúsnæðis sem var fengið út frá nýþinglýstum kaupsamningum, ásamt vaxtakostnaði, afskriftum og fleira. Fram kemur í Hagsjánni að með aðgengi að betri gögnum geti Hagstofan nú í staðinn mælt markaðsverð leiguhúsnæðis og borið saman við sambærilegar eignaríbúðir. Hagstofan er sögð telja nýju aðferðina ná betur yfir það sem hún eigi að mæla og að mælingin komi almennt til með að sveiflast minna á milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans áréttar að aðeins tvær verðbólgumælingar hafi birst með þessari nýju aðferð og því erfitt að segja til um hver langtímaþróunin verði. Telur deildin líkt og Hagstofan líklegt að mælingar verði stöðugri yfir tíma. Stjórnvöld hyggjast taka upp kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót og í staðinn fella niður olíu- og bensíngjöld. Talið er að sú breyting komi til með að lækka verð á bensíni og dísilolíu og jafnframt hafa áhrif á verðbólgumælingar ef nýja gjaldið verður ekki tekið inn í verðmælingar í staðinn. Verðlag Landsbankinn Tengdar fréttir Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta er hann nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. Verðbólga mælst 6,1 prósent en ekki 5,8 Fyrst var notast við nýju aðferðina í júní þegar mæld verðbólga minnkaði úr 6,2% í 5,8%. Á sama tíma hækkaði húsnæðisliður mælingarinnar um 0,8% milli mánaða en vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan studdist við áður, um 1,44%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Miðað við útreikninga bankans hefðu um 0,5 prósentustig bæst við hækkun vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis í gömlu aðferðinni, vegna þátta á borð við vexti og afskriftir. Samanlagt hefði reiknuð leiga því mögulega hækkað um 1,94% með gömlu aðferðinni, en ekki 0,8% eins og raunin varð með þeirri nýju. Verðbólga í júní hefði miðað við það mælst 6,1% en ekki 5,8%. Í júlí hækkaði mæld verðbólga úr 5,8% í 6,3% en liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,46% á milli mánaða með nýju aðferðinni. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans hækkaði vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis á sama tíma um 2,05% og með vaxtalið hefði reiknuð húsaleiga hækkað um 2,55% með gömlu aðferðinni. Verðbólga hefði þannig hækkað úr 6,1% í 6,9% í júlí, í stað þess að mælast 6,3%. Mæld verðbólga geti lækkað þegar olíu- og bensíngjöld verða felld niður „Reiknaða húsaleigu má túlka sem leiguverðið sem húsnæðiseigandi myndi borga fyrir íbúðina sína,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gamla aðferð Hagstofunnar hafi byggt á markaðsverði íbúðarhúsnæðis sem var fengið út frá nýþinglýstum kaupsamningum, ásamt vaxtakostnaði, afskriftum og fleira. Fram kemur í Hagsjánni að með aðgengi að betri gögnum geti Hagstofan nú í staðinn mælt markaðsverð leiguhúsnæðis og borið saman við sambærilegar eignaríbúðir. Hagstofan er sögð telja nýju aðferðina ná betur yfir það sem hún eigi að mæla og að mælingin komi almennt til með að sveiflast minna á milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans áréttar að aðeins tvær verðbólgumælingar hafi birst með þessari nýju aðferð og því erfitt að segja til um hver langtímaþróunin verði. Telur deildin líkt og Hagstofan líklegt að mælingar verði stöðugri yfir tíma. Stjórnvöld hyggjast taka upp kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót og í staðinn fella niður olíu- og bensíngjöld. Talið er að sú breyting komi til með að lækka verð á bensíni og dísilolíu og jafnframt hafa áhrif á verðbólgumælingar ef nýja gjaldið verður ekki tekið inn í verðmælingar í staðinn.
Verðlag Landsbankinn Tengdar fréttir Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15