Tónleikastöðum fækkar: „Þetta er bara sorgleg þróun“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Óli Dóri hefur verið viðburðarstjóri Kex síðustu ár. Hann lætur nú af störfum með áherslubreytingum hjá Kex hostel. vísir/ívar fannar Rekstraraðilar segja togstreitu milli hótelgeirans og tónlistarbransans verða til þess að æ fleiri tónleikastaðir þurfi að víkja úr miðborginni. Þróunin sé sorgleg. Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent