Ein og hálf milljón í sekt vegna leyfislausrar Airbnb útleigu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 16:13 Nokkrar íbúðir voru leigðar út í gegnum Airbnb árin 2019 til 2021 án tilskilinna leyfa. Getty Maður þarf að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1.471.500 króna, eftir að hafa leigt út fjórar íbúðir í gegnum Airbnb án tilskilins rekstrarleyfis á árunum 2019-2021. Við ákvörðun sektar var tillit tekið til þess að hann hefði ekki gerst brotlegur gegn reglunum áður, og hefði endurnýjað leyfið eftir ábendingar sýslumanns. Sektin var lækkuð í málsmeðferð ráðuneytisins, en hún var upphaflega 4.960.000 krónur. Úrskurðurinn var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu 31. júlí. Ráðuneytið tók til meðferðar kæru mannsins sem sektin var lögð á. Maðurinn krafðist þess að ákvörðun sýslumannsins, sem kvað á um sekt að fjárhæð 4.960.000 króna, yrði felld úr gildi. Rekstrarleyfið útrunnið Upphaf málsins má rekja til þess að í eftirliti sýslumanns komu fram vísbendingar um að starfrækt væri óskráð heimagisting eða rekstrarleyfisskyld gististarfsemi án tilskilins leyfis að fjórum stöðum í Reykjavík. Sumarið 2015 gaf sýslumaður út rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II í einu húsnæðinu. Leyfið rann út fjórum árum síðar sumarið 2019, og var ekki endurnýjað fyrr en vorið 2021. Eignin var svo áfram skráð á síðu Airbnb. Eftir rannsókn sýslumanns var það mat hans að eignin hefði verið leigð út í að minnsta kosti 74 gistinætur án tilskilins rekstrarleyfis, og var það miðað m.a. út frá umsögnum á síðunni frá þeim sem höfðu bókað eignina. Báru fyrir sig leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu Þá var jafnframt hægt að sjá að húsnæðið hefði verið skráð sem gististaður sem gæti tekið á móti gestum sem þyrftu að fara í sóttkví, þrátt fyrir að rekstrarleyfið lægi ekki fyrir. Sýslumaður sendi erindi til eigenda hússins þann 11. september þar sem athygli var vakin á því að áðurnefnt rekstrarleyfi væri útrunnið. Athygli var vakin á því að embættið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án rekstrarleyfis. Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.Vísir/Arnar Þann sama dag barst sýslumanni svar, þar sem sjá mátti starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vegna gististaðar í húsnæðinu. Sýslumaður benti á að umrætt leyfi væri frá heilbrigðiseftirliti og áréttaði að rekstrarleyfið sjálft væri útrunnið. Þá var sótt um endurnýjun rekstrarleyfis 25. nóvember 2020, og var umrætt leyfi gefið út þann 25. mars 2021. Höfðu aldrei leyfi á hinum stöðunum Í erindi frá þeim sem leigðu fasteignirnar út þann 7. desember 2020, sögðu þau að allar eignir félaganna hefðu verið skráðar á bókunarsíðum til 31 dags í einu eða lengur, að undanskildu einu húsnæðinu, sem hefði haft rekstrarleyfi. Eignirnar væru því í langtímaleigu og yrðu það til framtíðar. Vettvangsrannsóknir sýslumanns sýndu fram á annað. Þann 15. febrúar 2019 fóru starfsmenn sýslumanns í vettvangseftirlit að einni fasteigninni og knúðu dyra. Þar hittu þeir ferðamann sem kvaðst hafa leigt rými í fasteigninni í 2-3 nætur í gegnum bókunarvefinn Airbnb. Ferðamaðurinn undirritaði upplýsingaskýrslu þessum upplýsingum til staðfestu. Sektin lækkuð Í niðurstöðu ráðuneytisins var það metið kæranda til málsbóta að hafa ekki áður gerst brotlegur gegn umræddum ákvæðum laga, og því hafi ekki verið um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess var það metið honum til málsbóta að hafa endurnýjað rekstrarleyfið fyrir eitt húsnæðið, sem og að hafa hætt skammtímaleigu að hinum þremur fasteignunum. Þá var það einnig talið sannað að kærandi hafi greitt 11 prósenta virðisaukaskatt af leyfislausu starfseminni, og tók sektarfjárhæðin mið af því. Stjórnvaldssekt var hæfilega ákvörðuð 1.471.500 krónur. Úrskurðinn má finna hér. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu 31. júlí. Ráðuneytið tók til meðferðar kæru mannsins sem sektin var lögð á. Maðurinn krafðist þess að ákvörðun sýslumannsins, sem kvað á um sekt að fjárhæð 4.960.000 króna, yrði felld úr gildi. Rekstrarleyfið útrunnið Upphaf málsins má rekja til þess að í eftirliti sýslumanns komu fram vísbendingar um að starfrækt væri óskráð heimagisting eða rekstrarleyfisskyld gististarfsemi án tilskilins leyfis að fjórum stöðum í Reykjavík. Sumarið 2015 gaf sýslumaður út rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II í einu húsnæðinu. Leyfið rann út fjórum árum síðar sumarið 2019, og var ekki endurnýjað fyrr en vorið 2021. Eignin var svo áfram skráð á síðu Airbnb. Eftir rannsókn sýslumanns var það mat hans að eignin hefði verið leigð út í að minnsta kosti 74 gistinætur án tilskilins rekstrarleyfis, og var það miðað m.a. út frá umsögnum á síðunni frá þeim sem höfðu bókað eignina. Báru fyrir sig leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu Þá var jafnframt hægt að sjá að húsnæðið hefði verið skráð sem gististaður sem gæti tekið á móti gestum sem þyrftu að fara í sóttkví, þrátt fyrir að rekstrarleyfið lægi ekki fyrir. Sýslumaður sendi erindi til eigenda hússins þann 11. september þar sem athygli var vakin á því að áðurnefnt rekstrarleyfi væri útrunnið. Athygli var vakin á því að embættið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án rekstrarleyfis. Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.Vísir/Arnar Þann sama dag barst sýslumanni svar, þar sem sjá mátti starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vegna gististaðar í húsnæðinu. Sýslumaður benti á að umrætt leyfi væri frá heilbrigðiseftirliti og áréttaði að rekstrarleyfið sjálft væri útrunnið. Þá var sótt um endurnýjun rekstrarleyfis 25. nóvember 2020, og var umrætt leyfi gefið út þann 25. mars 2021. Höfðu aldrei leyfi á hinum stöðunum Í erindi frá þeim sem leigðu fasteignirnar út þann 7. desember 2020, sögðu þau að allar eignir félaganna hefðu verið skráðar á bókunarsíðum til 31 dags í einu eða lengur, að undanskildu einu húsnæðinu, sem hefði haft rekstrarleyfi. Eignirnar væru því í langtímaleigu og yrðu það til framtíðar. Vettvangsrannsóknir sýslumanns sýndu fram á annað. Þann 15. febrúar 2019 fóru starfsmenn sýslumanns í vettvangseftirlit að einni fasteigninni og knúðu dyra. Þar hittu þeir ferðamann sem kvaðst hafa leigt rými í fasteigninni í 2-3 nætur í gegnum bókunarvefinn Airbnb. Ferðamaðurinn undirritaði upplýsingaskýrslu þessum upplýsingum til staðfestu. Sektin lækkuð Í niðurstöðu ráðuneytisins var það metið kæranda til málsbóta að hafa ekki áður gerst brotlegur gegn umræddum ákvæðum laga, og því hafi ekki verið um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess var það metið honum til málsbóta að hafa endurnýjað rekstrarleyfið fyrir eitt húsnæðið, sem og að hafa hætt skammtímaleigu að hinum þremur fasteignunum. Þá var það einnig talið sannað að kærandi hafi greitt 11 prósenta virðisaukaskatt af leyfislausu starfseminni, og tók sektarfjárhæðin mið af því. Stjórnvaldssekt var hæfilega ákvörðuð 1.471.500 krónur. Úrskurðinn má finna hér.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira