Barátta Seðlabankans löngu töpuð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 19:10 Vilhjálmur segir að peningastefna Seðlabankans hafi beðið skipbrot. Vísir/Vilhelm „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. „Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi. Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
„Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi.
Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent