Földu myndirnar af Messi baða sex mánaða gamlan Lamine Yamal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 11:00 Ljósmyndarinn Joan Monfort með stóra opnumynd af Lionel Messi baða Lamine Yamal árið 2007. Monfort tók myndina á sínum tíma. EPA-EFE/Alejandro Garcia Myndirnar af Lionel Messi að baða spænska undrabarnið, þegar Lamine Yamal var aðeins sex mánaða, fóru eins og eldur í sinu um alnetið í vikunni. Strákurinn var sjálfur spurður út í myndirnar í viðtali fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. England og Spánn mætast í úrslitaleiknum í Berlín annað kvöld og þar bíða margir spenntir eftir því hvernig guttinn Lamine Yamal fylgir eftir sögulegri frammistöðu sinni í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þar sem hann skoraði stórkostlegt mark. Lamine Yamal talaði um það í þessu viðtali að fjölskyldan hafi ákveðið það að fela myndirnar því þau óttuðust erfiðan samanburð á honum og goðsögninni Lionel Messi. Yamal: Messi pic was hidden to limit comparisonsLamine Yamal said that the viral photographs of him as a baby with Lionel Messi were kept hidden because the comparisons would not have helped his career.https://t.co/rCFeDmSvks— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 12, 2024 Myndirnar eru frá árinu 2007 og þar sést Messi með Lamine Yamal og móður hans Sheilu Ebana. „Augljóslega vissi ég ekkert hvað var í gangi þegar þessar myndir voru teknar enda enn svo ungur,“ sagði Yamal við Jijantes í gær. „Pabbi minn passaði upp á myndirnar en þær komu aldrei fram í dagsljósið. Við földum þær því við vildum ekki samanburðinn við Messi,“ sagði Yamal. „Það er ekki gott fyrir neinn að vera borinn saman við þann besta sem hefur spilað þessa íþrótt. Það væri fljótt farið að vinna gegn þér því þú getur aldrei orðið eins og hann,“ sagði Yamal. Það þurfti þó ekki myndirnar til þess. Yamal er vinstri fótar leikmaður, með auga fyrir mörkum og stoðsendingum, alinn upp í akademíu Barcelona og kom mjög snemma inn í aðallið Barcelona. Þegar hann fór síðan að sýna frábær tilþrif inn á vellinum þá voru menn fljótir að bera hann saman við Messi. Xavi, sem gaf honum fyrsta tækifærið með aðalliði Börsunga, reyndi að tala þær niður en viðurkenndi þó að hann sæi ýmislegt í leikstíl Yamal sem minnti hann á Messi. Yamal er með eitt mark og þrjár stoðsendingar á þessu Evrópumóti en hann er sá fyrsti til að skora á stórmóti (HM eða EM) áður en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Strákurinn heldur einmitt upp á sautján ára afmælið sitt í dag. When Yamine Lamal was 5 months old, he was photographed being bathed by Lionel Messi for a UNICEF calendar 🥺 pic.twitter.com/VdyvHGR9oT— Opac Jr (@OP4C) July 5, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
England og Spánn mætast í úrslitaleiknum í Berlín annað kvöld og þar bíða margir spenntir eftir því hvernig guttinn Lamine Yamal fylgir eftir sögulegri frammistöðu sinni í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þar sem hann skoraði stórkostlegt mark. Lamine Yamal talaði um það í þessu viðtali að fjölskyldan hafi ákveðið það að fela myndirnar því þau óttuðust erfiðan samanburð á honum og goðsögninni Lionel Messi. Yamal: Messi pic was hidden to limit comparisonsLamine Yamal said that the viral photographs of him as a baby with Lionel Messi were kept hidden because the comparisons would not have helped his career.https://t.co/rCFeDmSvks— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 12, 2024 Myndirnar eru frá árinu 2007 og þar sést Messi með Lamine Yamal og móður hans Sheilu Ebana. „Augljóslega vissi ég ekkert hvað var í gangi þegar þessar myndir voru teknar enda enn svo ungur,“ sagði Yamal við Jijantes í gær. „Pabbi minn passaði upp á myndirnar en þær komu aldrei fram í dagsljósið. Við földum þær því við vildum ekki samanburðinn við Messi,“ sagði Yamal. „Það er ekki gott fyrir neinn að vera borinn saman við þann besta sem hefur spilað þessa íþrótt. Það væri fljótt farið að vinna gegn þér því þú getur aldrei orðið eins og hann,“ sagði Yamal. Það þurfti þó ekki myndirnar til þess. Yamal er vinstri fótar leikmaður, með auga fyrir mörkum og stoðsendingum, alinn upp í akademíu Barcelona og kom mjög snemma inn í aðallið Barcelona. Þegar hann fór síðan að sýna frábær tilþrif inn á vellinum þá voru menn fljótir að bera hann saman við Messi. Xavi, sem gaf honum fyrsta tækifærið með aðalliði Börsunga, reyndi að tala þær niður en viðurkenndi þó að hann sæi ýmislegt í leikstíl Yamal sem minnti hann á Messi. Yamal er með eitt mark og þrjár stoðsendingar á þessu Evrópumóti en hann er sá fyrsti til að skora á stórmóti (HM eða EM) áður en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Strákurinn heldur einmitt upp á sautján ára afmælið sitt í dag. When Yamine Lamal was 5 months old, he was photographed being bathed by Lionel Messi for a UNICEF calendar 🥺 pic.twitter.com/VdyvHGR9oT— Opac Jr (@OP4C) July 5, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira