HS Orka tryggir sér fjörutíu milljarða króna Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2024 15:20 Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. HS Orka HS Orka hefur lokið við að endurfjármagna skuldir félagsins og tryggja lánalínur fyrir áframhaldandi uppbyggingu hér á landi. Lánsfjárhæðin nemur að jafnvirði um 290 milljónum dollara eða um fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er veitt af íslenskum og alþjóðlegum bönkum og sjóðum. Í fréttatilkynningu þess efnis frá HS Orku segir að fjármögnunin nái til yfirstandandi stækkunar og endurbóta orkuversins í Svartsengi og er mikilvægt skref í átt að áformum um frekari vöxt félagsins í jarðvarma og vatnsafli, sem byggi á orkukostum í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þessa dagana er unnið að endurbótum í Svartsengi.HS Orka „Við erum afar sátt við það að hafa lokið svo umfangsmikilli endurfjármögnun á sama tíma og við höfum þurft að mæta fjölbreyttum áskorunum í rekstri vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaganum síðustu misseri. Þetta undirstrikar styrk félagsins og trú jafnt innlendra sem erlendra lánveitenda á vaxtaráform okkar til framtíðar,“ er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra HS Orku. Með þeim fyrstu til að leita á nýjan markað Það sé jafnframt ánægjulegt að í hópi lánveitenda séu nýir aðilar en félagið hafi gefið út skuldabréf á USPP (US Private Placement) markaðnum. HS Orka sé eitt fyrsta einkarekna félagið hér á landi til að gefa út á þeim markaði. Endurfjármögnunin falli undir grænan fjármögnunarramma félagsins og styðji þannig við langtímamarkmið félagsins í rekstri. Stækka orkuverið þrátt fyrir jarðhræringar „Við höldum áfram stækkun og endurbótum orkuversins í Svartsengi og stefnum að því að ljúka framkvæmdinni í árslok 2025 en hún mun, ásamt öðrum verkefnum sem eru framundan hjá okkur, leggja lóð á vogarskálar orkuskipta á Íslandi og mæta vaxandi eftirspurn eftir raforku hér á landi.“ Ráðgjafar HS Orku við endurfjármögnunina hafi verið RBC Capital Markets, sem hafi veitt sérfræðiráðgjöf í fjármálum og sjálfbærni, en lögfræðiráðgjöf hafi Latham & Watkins veitt ásamt Juris. Lánveitendur hafi notið ráðgjafar frá White & Case. Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá HS Orku segir að fjármögnunin nái til yfirstandandi stækkunar og endurbóta orkuversins í Svartsengi og er mikilvægt skref í átt að áformum um frekari vöxt félagsins í jarðvarma og vatnsafli, sem byggi á orkukostum í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þessa dagana er unnið að endurbótum í Svartsengi.HS Orka „Við erum afar sátt við það að hafa lokið svo umfangsmikilli endurfjármögnun á sama tíma og við höfum þurft að mæta fjölbreyttum áskorunum í rekstri vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaganum síðustu misseri. Þetta undirstrikar styrk félagsins og trú jafnt innlendra sem erlendra lánveitenda á vaxtaráform okkar til framtíðar,“ er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra HS Orku. Með þeim fyrstu til að leita á nýjan markað Það sé jafnframt ánægjulegt að í hópi lánveitenda séu nýir aðilar en félagið hafi gefið út skuldabréf á USPP (US Private Placement) markaðnum. HS Orka sé eitt fyrsta einkarekna félagið hér á landi til að gefa út á þeim markaði. Endurfjármögnunin falli undir grænan fjármögnunarramma félagsins og styðji þannig við langtímamarkmið félagsins í rekstri. Stækka orkuverið þrátt fyrir jarðhræringar „Við höldum áfram stækkun og endurbótum orkuversins í Svartsengi og stefnum að því að ljúka framkvæmdinni í árslok 2025 en hún mun, ásamt öðrum verkefnum sem eru framundan hjá okkur, leggja lóð á vogarskálar orkuskipta á Íslandi og mæta vaxandi eftirspurn eftir raforku hér á landi.“ Ráðgjafar HS Orku við endurfjármögnunina hafi verið RBC Capital Markets, sem hafi veitt sérfræðiráðgjöf í fjármálum og sjálfbærni, en lögfræðiráðgjöf hafi Latham & Watkins veitt ásamt Juris. Lánveitendur hafi notið ráðgjafar frá White & Case.
Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira