LeBron James samdi við Lakers og spilar við hlið sonarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 13:30 LeBron James eftir að hann bætti stigamet NBA deildarinnar sem var áður í eigu Kareem Abdul-Jabbar. AP/Ashley Landis LeBron James hefur gengið frá nýjum tveggja ára samningi við Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta en Adrian Wojnarowski sagði fyrstur frá þessu í dag. Stigahæsti leikmaður sögunnar spilar því áfram með Lakers. James fær 104 milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil sem gera 14,4 milljarða í íslenskum krónum. Það er samt undir James komið hvort hann spilar seinna tímabilið (2025-26) og það er heldur ekki hægt að skipta honum í annað lið. James heldur upp á fertugsafmælið sitt 30. desember næstkomandi en hann er í hópi allra bestu NBA leikmanna allra tíma og er í toppsætinu hjá mörgum. Enginn hefur heldur náð að skila svona frammistöðu í deildinni á hans aldri. James er sá eini til að skora meira en fjörutíu þúsund stig en hann er áttundi í stoðsendingum frá upphafi, fjórði í stolnum boltum og sjötti í þriggja stiga körfum. Á síðasta tímabilið var James valinn í tuttugasta sinn í stjörnuleikinn sem er met. Hann var einnig valinn í þriðja úrvalslið tímabilsins eftir að hafa skilað 25,7 stigum, 7,3 fráköstum og 8,3 stoðsendingum að meðaltali í leik og hitti úr 54 prósent skota sinna. Þetta þýðir að James mun spila við hlið sonar síns Bronny James sem Lakers valdi í nýliðavalinu á dögunum. Það er tuttugu ára aldursmunur á feðgunum. James hefur lengi talað um að spila með syni sínum og nú verður það að veruleika. Free agent LeBron James has agreed to a two-year, $104 million maximum deal to return to the Los Angeles Lakers, sources tell ESPN. Deal includes player option and no trade clause. pic.twitter.com/gAEOmvfAzZ— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 3, 2024 NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
James fær 104 milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil sem gera 14,4 milljarða í íslenskum krónum. Það er samt undir James komið hvort hann spilar seinna tímabilið (2025-26) og það er heldur ekki hægt að skipta honum í annað lið. James heldur upp á fertugsafmælið sitt 30. desember næstkomandi en hann er í hópi allra bestu NBA leikmanna allra tíma og er í toppsætinu hjá mörgum. Enginn hefur heldur náð að skila svona frammistöðu í deildinni á hans aldri. James er sá eini til að skora meira en fjörutíu þúsund stig en hann er áttundi í stoðsendingum frá upphafi, fjórði í stolnum boltum og sjötti í þriggja stiga körfum. Á síðasta tímabilið var James valinn í tuttugasta sinn í stjörnuleikinn sem er met. Hann var einnig valinn í þriðja úrvalslið tímabilsins eftir að hafa skilað 25,7 stigum, 7,3 fráköstum og 8,3 stoðsendingum að meðaltali í leik og hitti úr 54 prósent skota sinna. Þetta þýðir að James mun spila við hlið sonar síns Bronny James sem Lakers valdi í nýliðavalinu á dögunum. Það er tuttugu ára aldursmunur á feðgunum. James hefur lengi talað um að spila með syni sínum og nú verður það að veruleika. Free agent LeBron James has agreed to a two-year, $104 million maximum deal to return to the Los Angeles Lakers, sources tell ESPN. Deal includes player option and no trade clause. pic.twitter.com/gAEOmvfAzZ— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 3, 2024
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira