Takk fyrir tímamótafrumvörp í þágu mannréttinda og örorku- og endurhæfingarlífeyristaka! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2024 08:01 Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar