Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 15:08 Jón Davíð Davíðsson og Sindri Snær Jensson stofnendur Húrra Reykjavík. Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að gestir flugvallarins geti í versluninni keypt fatnað og strigaskó frá þekktum og vinsælum vörumerkjum á borð við Arc‘teryx, Salomon, OpéraSPORT, Sporty & Rich, Norse Projects, Carhartt WIP, Stone Island og Birkenstock. „Okkar markmið er að bjóða flugvallargestum upp á framúrskarandi vöruúrval frá heimsþekktum vörumerkjum, sem og ungum og spennandi. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en við höfum sérvalið flottan fatnað og skó frá vinsælustu vörumerkjunum okkar. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að bjóða upp á íslensk vörumerki á flugvellinum,“ segir Sindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra. „Það er mikið gleðiefni fyrir okkur, í tilefni af 10 ára afmæli Húrra, að opna verslun á fjölfarnasta stað landsins. Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og hlökkum til að aðstoða gesti við að finna réttu flíkina fyrir ferðalagið.“ Sérstök flugvallarlína í boði Þrátt fyrir að verslunin verði eins konar þverskurður af verslunum Húrra í Reykjavík verða einnig vörur til sölu sem eingöngu verða til sölu á flugvellinum. Sérstök flugvallarlína frá Reykjavík Roses verður í boði, ásamt nýja íslenska vörumerkinu, Arason, sem nýlega opnaði verslun á Skólavörðustíg. Þar að auki verður hægt að versla vörur frá íslenska golfmerkinu Brutta Golf og handgerða skartgripi frá Studio Hekla Nina. „Við erum gífurlega ánægð með að þessi skemmtilega og flotta verslun bætist í hóp verslana á flugvellinum. Þetta mun án efa gera KEF að enn áhugaverðari viðkomustað fyrir gesti sem vilja gera góð kaup og næla sér í flottan tískufatnað,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Hönnun verslunarinnar er í höndum HAF Studio og einblínt var á stílhreina og nútímalega hönnun, fallega lýsingu og að skapa afslappaða og hlýlega stemningu þar sem gestir geta notið sín. Sérvalin tónlist mun þar að auki skapa skemmtilega stemningu fyrir gesti á leið í fríið, að því er segir í tilkynningunni. Keflavíkurflugvöllur Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þar kemur fram að gestir flugvallarins geti í versluninni keypt fatnað og strigaskó frá þekktum og vinsælum vörumerkjum á borð við Arc‘teryx, Salomon, OpéraSPORT, Sporty & Rich, Norse Projects, Carhartt WIP, Stone Island og Birkenstock. „Okkar markmið er að bjóða flugvallargestum upp á framúrskarandi vöruúrval frá heimsþekktum vörumerkjum, sem og ungum og spennandi. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en við höfum sérvalið flottan fatnað og skó frá vinsælustu vörumerkjunum okkar. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að bjóða upp á íslensk vörumerki á flugvellinum,“ segir Sindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra. „Það er mikið gleðiefni fyrir okkur, í tilefni af 10 ára afmæli Húrra, að opna verslun á fjölfarnasta stað landsins. Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og hlökkum til að aðstoða gesti við að finna réttu flíkina fyrir ferðalagið.“ Sérstök flugvallarlína í boði Þrátt fyrir að verslunin verði eins konar þverskurður af verslunum Húrra í Reykjavík verða einnig vörur til sölu sem eingöngu verða til sölu á flugvellinum. Sérstök flugvallarlína frá Reykjavík Roses verður í boði, ásamt nýja íslenska vörumerkinu, Arason, sem nýlega opnaði verslun á Skólavörðustíg. Þar að auki verður hægt að versla vörur frá íslenska golfmerkinu Brutta Golf og handgerða skartgripi frá Studio Hekla Nina. „Við erum gífurlega ánægð með að þessi skemmtilega og flotta verslun bætist í hóp verslana á flugvellinum. Þetta mun án efa gera KEF að enn áhugaverðari viðkomustað fyrir gesti sem vilja gera góð kaup og næla sér í flottan tískufatnað,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Hönnun verslunarinnar er í höndum HAF Studio og einblínt var á stílhreina og nútímalega hönnun, fallega lýsingu og að skapa afslappaða og hlýlega stemningu þar sem gestir geta notið sín. Sérvalin tónlist mun þar að auki skapa skemmtilega stemningu fyrir gesti á leið í fríið, að því er segir í tilkynningunni.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira