María Björk tekur við af Orra Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 09:37 María Björk leysir Orra af hólmi. Vísir Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“ Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“
Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent