Fjárfesta fyrir þrjá milljarða í Reykjanesbæ og Hafnarfirði Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júní 2024 18:41 Við Nesvelli er dagdvöl fyrir aldraða. Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038. Heildarvirði þessara tveggja fasteigna er 2.200 m.kr. og verða kaupin fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 160 milljónum króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 145 milljónir króna á ársgrundvelli. „Kaup húsnæðis dagdvalarinnar á Nesvöllum markar fyrsta skrefið í vaxtarvegferð Reita innan nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Sem stærsta fasteignafélag landsins á sviði atvinnuhúsnæðis búa Reitir yfir gífurlegri reynslu og þekkingu á rekstri og viðhaldi húsnæðis. Við lítum á það sem okkar hlutverk og ábyrgð að beina okkar kröftum til uppbyggingar og eflingar þeirra samfélagslegu innviða sem samfélagið kallar á hverju sinni. Við stefnum á frekari fjárfestingar í eignum sem svara breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og horfum sér í lagi til hjúkrunarheimila og lífsgæðakjarna í þeim efnum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningu. Guðni Aðalsteinsson er forstjóri Reita. Eignin í Hafnarfirði að Lónsbraut 1 Hafnarfirði var byggð 2011 og er 1.725 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir fiskvinnslu Hólmaskers ehf. sem er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar. Leigusamningur er til 2033. Áætlað er að afhending eignanna eigi sér stað eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana, afléttingu forkaupsréttar að Lónsbraut 1 og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum. Kaup Reita á ÞEJ fasteignum ehf. Í tilkynningunni kemur fram að Reitir hafa einnig gengið frá kaupum á ÞEJ fasteignum ehf.. Félagið á tæplega 3.100 fermetra verslunarhúsnæðis við Fákafen 11, Faxafen 12, Skólavörðustíg 10, Laugaveg 32 og Laugaveg 86 til 94. Húsnæðið hýsir ýmsa leigutaka, þar á meðal veitingastaðinn Saffran. Heildarvirði er 1.150 milljónir króna og eru kaupin, samkvæmt tilkynningunni, að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 110 milljónir króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 85 milljónir króna á ársgrundvelli. Afhending eignanna fór fram síðastliðin mánaðamót. Fasteignamarkaður Eldri borgarar Reitir fasteignafélag Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Heildarvirði þessara tveggja fasteigna er 2.200 m.kr. og verða kaupin fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 160 milljónum króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 145 milljónir króna á ársgrundvelli. „Kaup húsnæðis dagdvalarinnar á Nesvöllum markar fyrsta skrefið í vaxtarvegferð Reita innan nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Sem stærsta fasteignafélag landsins á sviði atvinnuhúsnæðis búa Reitir yfir gífurlegri reynslu og þekkingu á rekstri og viðhaldi húsnæðis. Við lítum á það sem okkar hlutverk og ábyrgð að beina okkar kröftum til uppbyggingar og eflingar þeirra samfélagslegu innviða sem samfélagið kallar á hverju sinni. Við stefnum á frekari fjárfestingar í eignum sem svara breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og horfum sér í lagi til hjúkrunarheimila og lífsgæðakjarna í þeim efnum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningu. Guðni Aðalsteinsson er forstjóri Reita. Eignin í Hafnarfirði að Lónsbraut 1 Hafnarfirði var byggð 2011 og er 1.725 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir fiskvinnslu Hólmaskers ehf. sem er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar. Leigusamningur er til 2033. Áætlað er að afhending eignanna eigi sér stað eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana, afléttingu forkaupsréttar að Lónsbraut 1 og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum. Kaup Reita á ÞEJ fasteignum ehf. Í tilkynningunni kemur fram að Reitir hafa einnig gengið frá kaupum á ÞEJ fasteignum ehf.. Félagið á tæplega 3.100 fermetra verslunarhúsnæðis við Fákafen 11, Faxafen 12, Skólavörðustíg 10, Laugaveg 32 og Laugaveg 86 til 94. Húsnæðið hýsir ýmsa leigutaka, þar á meðal veitingastaðinn Saffran. Heildarvirði er 1.150 milljónir króna og eru kaupin, samkvæmt tilkynningunni, að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 110 milljónir króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 85 milljónir króna á ársgrundvelli. Afhending eignanna fór fram síðastliðin mánaðamót.
Fasteignamarkaður Eldri borgarar Reitir fasteignafélag Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira