Með ósk um velgengni, Halla Hrund Viðar Hreinsson skrifar 31. maí 2024 16:46 Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki. Rifrildi um elítu eða ekki hefur verið upplýsandi – kjarkaður og heiðarlegur pistill Auðar Jónsdóttur í Heimildinni leysti úr læðingi flóð skrifa þar sem einmitt þessi elíta sór af sér það að vera elíta, og hélt svo áfram í vitsmunalegu göfuglyndi að segja fólki til um hvernig það skyldi hugsa. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að þar hafi sitthvað verið sagt gegn betri vitund og horft framhjá því að einlæg skrif eins og Auðar eru sársaukafull og ekki sett fram í eiginhagsmunaskyni. Takk elsku elíta fyrir fölskvalausa ást ykkar á lýðræðinu! Um leið og Halla Hrund Logadóttir gaf kost á sér til embættis forseta ákvað ég að kjósa hana. Ég hafði tekið eftir einarðri vörn hennar fyrir almannahag í embætti orkumálastjóra og persónutöfrar, dugnaður og skörp dómgreind komu strax í ljós. Þegar ég fór að fylgjast með stuðningsmannasíðu hennar á Fésbókinni tók ég eftir öðru. Þar hljóma óteljandi raddir í einlægum stuðningi við Höllu Hrund, fólk úr öllum kimum samfélagsins fylkir sér um hana með fjölbreyttum, fallegum og einlægum yfirlýsingum, auk þess sem mörg hundruð stuðningsmanna leggja hönd á plóg í verki. Mín tilfinning er sú að Halla Hrund nái betur til fleira fólks en nokkur annar frambjóðandi. Og það er dýrmætt, kannski mikilsverðara framlag til brothætts lýðræðis en margan grunar. Mér finnst ótækt að forseti komi beint úr hringiðu stjórnmálanna, langþæfður í hrossakaupum, málamiðlunum milli stjórnmálahreyfinga, hagsmunahópa og annarra aðila með tilheyrandi afslætti á hugsjónum ef einhverjar voru. Vald spillir, og pólitískt þóf mótar jafnvel besta og greindasta fólk lævíslegar fólk heldur, mælska þess verður liprari en um leið innantómari þegar allir kraftar fara í að verja misjafnar gerðir. Útsýnið úr stjórnmálabaráttunni er þröngt, þess vegna þarf að vera til önnur sýn og víðari. Forsetaembættið getur skipt máli sé það vel setið. Með því að kjósa forseta sem stendur utan flokkapólitíkur getur hann myndað mikilvægt viðnám við þeirri samþjöppun valds, sama graut í sömu skál, sem yrði ef pólitíkus væri kosinn. Halla Hrund Logadóttir er fljúgandi greind og velviljuð, óvenju hæf til að mynda heilbrigt og skapandi mótvægi við það argaþras sem stjórnmálin óneitanlega eru. Hún nær til litrófs mannlífsins, hefur yfirlætislausa þekkingu á náttúrunni og landinu og yfirsýn til að leggja okkur gott til. Ekki veitir af. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki. Rifrildi um elítu eða ekki hefur verið upplýsandi – kjarkaður og heiðarlegur pistill Auðar Jónsdóttur í Heimildinni leysti úr læðingi flóð skrifa þar sem einmitt þessi elíta sór af sér það að vera elíta, og hélt svo áfram í vitsmunalegu göfuglyndi að segja fólki til um hvernig það skyldi hugsa. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að þar hafi sitthvað verið sagt gegn betri vitund og horft framhjá því að einlæg skrif eins og Auðar eru sársaukafull og ekki sett fram í eiginhagsmunaskyni. Takk elsku elíta fyrir fölskvalausa ást ykkar á lýðræðinu! Um leið og Halla Hrund Logadóttir gaf kost á sér til embættis forseta ákvað ég að kjósa hana. Ég hafði tekið eftir einarðri vörn hennar fyrir almannahag í embætti orkumálastjóra og persónutöfrar, dugnaður og skörp dómgreind komu strax í ljós. Þegar ég fór að fylgjast með stuðningsmannasíðu hennar á Fésbókinni tók ég eftir öðru. Þar hljóma óteljandi raddir í einlægum stuðningi við Höllu Hrund, fólk úr öllum kimum samfélagsins fylkir sér um hana með fjölbreyttum, fallegum og einlægum yfirlýsingum, auk þess sem mörg hundruð stuðningsmanna leggja hönd á plóg í verki. Mín tilfinning er sú að Halla Hrund nái betur til fleira fólks en nokkur annar frambjóðandi. Og það er dýrmætt, kannski mikilsverðara framlag til brothætts lýðræðis en margan grunar. Mér finnst ótækt að forseti komi beint úr hringiðu stjórnmálanna, langþæfður í hrossakaupum, málamiðlunum milli stjórnmálahreyfinga, hagsmunahópa og annarra aðila með tilheyrandi afslætti á hugsjónum ef einhverjar voru. Vald spillir, og pólitískt þóf mótar jafnvel besta og greindasta fólk lævíslegar fólk heldur, mælska þess verður liprari en um leið innantómari þegar allir kraftar fara í að verja misjafnar gerðir. Útsýnið úr stjórnmálabaráttunni er þröngt, þess vegna þarf að vera til önnur sýn og víðari. Forsetaembættið getur skipt máli sé það vel setið. Með því að kjósa forseta sem stendur utan flokkapólitíkur getur hann myndað mikilvægt viðnám við þeirri samþjöppun valds, sama graut í sömu skál, sem yrði ef pólitíkus væri kosinn. Halla Hrund Logadóttir er fljúgandi greind og velviljuð, óvenju hæf til að mynda heilbrigt og skapandi mótvægi við það argaþras sem stjórnmálin óneitanlega eru. Hún nær til litrófs mannlífsins, hefur yfirlætislausa þekkingu á náttúrunni og landinu og yfirsýn til að leggja okkur gott til. Ekki veitir af. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar