Er lýsi eins skaðlegt og það er bragðvont? Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifa 30. maí 2024 11:15 Hvað er lýsi? Lýsi er fiskiolía unnin úr lifur ýmist þorska, ufsa eða lúðu en þorskalýsi er þó algengast. Lýsi er ríkt af A og D-vítamínum og inniheldur mikið magn fjölómettaðra fitusýra líkt og omega-3 fitusýra sem að eru okkur nauðsynlegar. Einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfa almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfa þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það er vegna þess hve norðarlega við búum og sólin getur því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Villandi æsifréttamennska Nýlega birtist grein um lýsi sem vakti þó nokkuð mikla athygli en hún fjallaði um að lýsi gæti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Greinin fjallaði um niðurstöður nýrrar rannsóknar og því haldið fram að lýsi gæti aukið hættu á heilablóðfalli og gáttatifi hjá fólki sem býr við góða hjarta- og æðaheilsu. Skiljanlega fékk greinin töluvert mikla athygli enda á lýsi stóran stað í hjörtum Íslendinga. Nýjar rannsóknir eru alltaf kærkomin viðbót þar sem við erum alltaf að reyna að vita meira þegar kemur að næringu. Það krefst hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt og sjá hvaða upplýsingar rannsóknin gefur okkur og hvar hún stendur á brauðfótum sem að fjölmiðlar gera almennt ekki. Greinin sem um ræðir er unnin upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni fylgdi hins vegar ekki nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Hér er þá gott að stoppa við en rannsóknin hafði ýmsar takmarkanir og galla sem býður upp á bjögun sem vert er að hafa í huga. Athygli vekur að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafði omega-3 fæðubót verndandi áhrif. Sem er punktur sem einmitt vekur upp spurningar um bjögun og fleira í hópnum sem ekki var með sjúkdómsgreiningar. Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíu fæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif. Þess má einnig geta að það er til töluvert magn rannsókna sem skoða aðrar heilsufarsútkomur og fá niðurstöður um jákvæð áhrif fiskolíu. Nokkur atriði til að hafa í huga - Það er best að fá næringarefni í sínu frumformi úr heilum matvælum. Hins vegar þótt það sé besta leiðin þýðir það ekki að aðrar leiðir séu skaðlegar séu skammtar innan eðlilegra marka. Matvæli rík af omega-3 eru t.d. feitur fiskur eins og lax, silungur, makríll og túnfiskur og matvæli eins og valhnetur, hörfræ og chia fræ. - Fyrir þau sem borða ekki ákveðin matvæli með ákveðnum næringarefnum er skynsamlegt að taka fæðubót. - Tengsl næringarefna við heilsufarsútkomur geta verið ólíkar hjá heilbrigðum einstaklingum samanborið við einstaklinga með sjúkdóma. - Meira er ekki betra. Þó svo að fæðubótarefni fáist í lausasölu í matvöruverslunum og apótekum þýðir það ekki að það sé með öllu áhættulaust. Ofurskammtar geta verið skaðlegir heilsunni og ætti því alltaf að skoða skammtastærðir vel fyrir inntöku. Ofurskammtar af omega-3 eru ekki skynsamlegir og sumar klínískar rannsóknir (til dæmis í umræðukafla höfunda rannsóknarinnar) notast við mjög stóra skammta. Fyrir 6 ára og eldri eru ráðlagðar 2 teskeiðar (10 ml) af lýsi á dag. Í þeim skammti er magn omega-3 fitusýra rúmlega 2 g. Samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) er langtímaneysla á omega-3 (EPA og DHA) bætiefna í skömmtum allt að 5 g á dag, örugg. Að lokum… Viljum við hvetja fjölmiðla til að leita ráða næringarfræðinga þegar skrifa á um næringu og rannsóknir sem fjalla um næringu. Viðfangsefnið er stórt og snertir alla þar sem við borðum jú öll. Að túlka rannsóknir um næringu er vandasamt verk þar sem þarf að hafa í huga margskonar líkamleg áhrif, bæði skammtíma- og langtíma, auk umhverfisáhrifa, hegðana, venja og ótal fleiri þátta. Að birta greinar sem segja ekki allann sannleikann getur valdið því að einstaklingar taki úr mataræði sínu mjög þarfa fæðubót án þess að bæta öðru við. Samkvæmt nýjustu landskönnun á mataræði Íslendinga er stór hluti ekki að taka inn nóg D vítamín og lýsi því kærkomin viðbót. Fyrir þá sem kjósa hins vegar að taka ekki lýsi þurfa þeir að velja aðra D-vítamín fæðubót. Fjölmiðlar hafa einstakt tækifæri til að vera hluti af lausninni á tímum þar sem upplýsingaóreiða um næringu hefur aldrei verið meiri og verið þannig öflugt tól að bættri lýðheilsu. Er ekki komið nóg af því að nota stakar næringarrannsóknir sem smellubeitu og vekja ótta hjá fólki um jákvæðar fæðuvenjur. Ef vel er að verki staðið geta fjölmiðlar verið öflugt tól í að veita skýrar upplýsingar um næringu og þannig efla lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hvað er lýsi? Lýsi er fiskiolía unnin úr lifur ýmist þorska, ufsa eða lúðu en þorskalýsi er þó algengast. Lýsi er ríkt af A og D-vítamínum og inniheldur mikið magn fjölómettaðra fitusýra líkt og omega-3 fitusýra sem að eru okkur nauðsynlegar. Einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfa almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfa þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það er vegna þess hve norðarlega við búum og sólin getur því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Villandi æsifréttamennska Nýlega birtist grein um lýsi sem vakti þó nokkuð mikla athygli en hún fjallaði um að lýsi gæti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Greinin fjallaði um niðurstöður nýrrar rannsóknar og því haldið fram að lýsi gæti aukið hættu á heilablóðfalli og gáttatifi hjá fólki sem býr við góða hjarta- og æðaheilsu. Skiljanlega fékk greinin töluvert mikla athygli enda á lýsi stóran stað í hjörtum Íslendinga. Nýjar rannsóknir eru alltaf kærkomin viðbót þar sem við erum alltaf að reyna að vita meira þegar kemur að næringu. Það krefst hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt og sjá hvaða upplýsingar rannsóknin gefur okkur og hvar hún stendur á brauðfótum sem að fjölmiðlar gera almennt ekki. Greinin sem um ræðir er unnin upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni fylgdi hins vegar ekki nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Hér er þá gott að stoppa við en rannsóknin hafði ýmsar takmarkanir og galla sem býður upp á bjögun sem vert er að hafa í huga. Athygli vekur að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafði omega-3 fæðubót verndandi áhrif. Sem er punktur sem einmitt vekur upp spurningar um bjögun og fleira í hópnum sem ekki var með sjúkdómsgreiningar. Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíu fæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif. Þess má einnig geta að það er til töluvert magn rannsókna sem skoða aðrar heilsufarsútkomur og fá niðurstöður um jákvæð áhrif fiskolíu. Nokkur atriði til að hafa í huga - Það er best að fá næringarefni í sínu frumformi úr heilum matvælum. Hins vegar þótt það sé besta leiðin þýðir það ekki að aðrar leiðir séu skaðlegar séu skammtar innan eðlilegra marka. Matvæli rík af omega-3 eru t.d. feitur fiskur eins og lax, silungur, makríll og túnfiskur og matvæli eins og valhnetur, hörfræ og chia fræ. - Fyrir þau sem borða ekki ákveðin matvæli með ákveðnum næringarefnum er skynsamlegt að taka fæðubót. - Tengsl næringarefna við heilsufarsútkomur geta verið ólíkar hjá heilbrigðum einstaklingum samanborið við einstaklinga með sjúkdóma. - Meira er ekki betra. Þó svo að fæðubótarefni fáist í lausasölu í matvöruverslunum og apótekum þýðir það ekki að það sé með öllu áhættulaust. Ofurskammtar geta verið skaðlegir heilsunni og ætti því alltaf að skoða skammtastærðir vel fyrir inntöku. Ofurskammtar af omega-3 eru ekki skynsamlegir og sumar klínískar rannsóknir (til dæmis í umræðukafla höfunda rannsóknarinnar) notast við mjög stóra skammta. Fyrir 6 ára og eldri eru ráðlagðar 2 teskeiðar (10 ml) af lýsi á dag. Í þeim skammti er magn omega-3 fitusýra rúmlega 2 g. Samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) er langtímaneysla á omega-3 (EPA og DHA) bætiefna í skömmtum allt að 5 g á dag, örugg. Að lokum… Viljum við hvetja fjölmiðla til að leita ráða næringarfræðinga þegar skrifa á um næringu og rannsóknir sem fjalla um næringu. Viðfangsefnið er stórt og snertir alla þar sem við borðum jú öll. Að túlka rannsóknir um næringu er vandasamt verk þar sem þarf að hafa í huga margskonar líkamleg áhrif, bæði skammtíma- og langtíma, auk umhverfisáhrifa, hegðana, venja og ótal fleiri þátta. Að birta greinar sem segja ekki allann sannleikann getur valdið því að einstaklingar taki úr mataræði sínu mjög þarfa fæðubót án þess að bæta öðru við. Samkvæmt nýjustu landskönnun á mataræði Íslendinga er stór hluti ekki að taka inn nóg D vítamín og lýsi því kærkomin viðbót. Fyrir þá sem kjósa hins vegar að taka ekki lýsi þurfa þeir að velja aðra D-vítamín fæðubót. Fjölmiðlar hafa einstakt tækifæri til að vera hluti af lausninni á tímum þar sem upplýsingaóreiða um næringu hefur aldrei verið meiri og verið þannig öflugt tól að bættri lýðheilsu. Er ekki komið nóg af því að nota stakar næringarrannsóknir sem smellubeitu og vekja ótta hjá fólki um jákvæðar fæðuvenjur. Ef vel er að verki staðið geta fjölmiðlar verið öflugt tól í að veita skýrar upplýsingar um næringu og þannig efla lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun