Innherji

Meir­­i hall­­i á ut­­­an­­­rík­­­is­v­­ið­­­skipt­­­um en vænst var en töl­­­urn­­­ar eru ó­­­á­b­­ygg­­­i­­­leg­­­ar

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka,  Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. samsett

Vöru- og þjónustujöfnuður á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið óhagstæðari í nokkur ár. Það má einkum reka til loðnubrests, minni útflutnings á áli og umtalsverðum innflutningi á fjárfestingarvörum. „Vaxandi vöruskiptahalli er því vonandi ekki alslæmur,“ segir hagfræðingur um síðast nefnda atriðið en nefnir að umræddar hagtölur séu um þessar mundir ekki nógu ábyggylegar vegna. Borið hafi á að ferðaþjónustufyrirtæki hafi fært sig til erlendra færsluhirða að undanförnu. Sala þeirra birtist því ekki í útflutningstölum Hagstofunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×