Sport

Gleymda stjarnan er nú gjald­þrota

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Brown fékk tækifæri hjá Tampa Bay Buccaneers en klúðraði því.
Antonio Brown fékk tækifæri hjá Tampa Bay Buccaneers en klúðraði því. Getty/Elsa

Antonio Brown var um tíma ein stærsta stjarnan í NFL deildinni og í raun á beinni leið í Heiðurshöllina.

Brown var besti útherji deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og fór á kostum með Pittsburgh Steelers á árunum 2011 til 2018.

Svo fór að halla undan fæti hjá kappanum og kenna margir slæmum höfuðhöggum um stóra breytingu á persónuleika hans.

Hann brenndi í framhaldinu allar brýr að baki sér og þó að nokkur lið væru tilbúin að veðja á hann þá endaði hann í algjöru bulli á hverjum stað. Á endanum vildi hann enginn.

Nú hefur hann 35 ára gamall lýst yfir gjaldþroti.

Talið er að Brown skuldi um þrjár milljónir dollara eða meira en 388 milljónir íslenskra króna. Það eru átta mismunandi lánardrottnar sem heimta að hann geri upp skuldir sínar.

Eignir hans teljast hins vegar aðeins vera um fimmtíu þúsund dollarar og það er því ekkert skrýtið að hann hafi lýst yfir gjaldþroti.

Brown lék í NFL deildinni til fjölda ára og þénaði yfir áttatíu milljónir dollara á ferlinum. Það gera meira en ellefu milljarða í íslenskum krónum og því ótrúlegt að honum hafi tekist að eyða öllum þessum pening á svo stuttum tíma.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×