Viðskipti innlent

Ráðinn markaðs­stjóri Bíla­búðar Benna

Atli Ísleifsson skrifar
Ingvi Örn Ingvason.
Ingvi Örn Ingvason. Aðsend

Ingvi Örn Ingvason hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna. Hann starfaði áður hjá Bílaumboðinu Öskju sem markaðssérfræðingur fyrir Kia og Honda.

Í tilkynningu segir að Ingvi Örn sé markaðssérfræðingur að mennt og með tólf ára starfsreynslu í markaðsmálum. Þá hafi hann einnig starfað um árabil sem markaðssérfræðingur hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torg og þar á undan sem markaðssérfræðingur hjá Skeljungi. 

Ingvi er með M.Sc. í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskólaísland og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst.

Bílabúð Benna var stofnað árið 1975 í Reykjavík og er umboð- og þjónustuaðili fyrir Porsche og KGM. Fyrirtækið rekur einnig Sixt bílaleigu og Nesdekk


Fleiri fréttir

Sjá meira


×