Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2024 16:39 Ferðamenn á Suðurlandsbraut velta fyrir sér hvert skuli halda. Vísir/vilhelm Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“ Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent