Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2024 12:39 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Greininin gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Spáin rímar við spá Íslandsbanka sem gerir einnig ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir. Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi telji deildin horfur á að verðbólga verði föst í kringum sex present fram yfir sumarmánuðina. „Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 8. maí. Við spáum því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum, fimmta fundinn í röð. Nefndin kemur ekki aftur saman fyrr en í ágúst og ef vextir haldast óbreyttir þangað til verður vaxtastigið óbreytt í 9,25% í heilt ár. Peningastefnunefnd hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% á síðustu fjórum fundum. Ákvarðanir um óbreytt vaxtastig hafa ýmist grundvallast á mikilli óvissu um efnahagsþróun eða á þeirri skoðun nefndarinnar að ótímabært sé að lækka vexti, en óþarft að hækka þá. Eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað við óbreytt vaxtastig hefur peningalegt aðhald aukist og raunstýrivextir standa nú í 3,25%, sé miðað við liðna verðbólgu. Á marsfundi nefndarinnar var rætt að vaxtalækkunarferli þyrfti að hefjast á „trúverðugum tímapunkti“ og ekki fyrr en „skýrar vísbendingar“ væru komnar fram um að verðbólgan væri „augljóslega á niðurleið“. Tónninn var harðari en við höfðum búist við og í fundargerð nefndarinnar kom fram að fundarmenn teldu meiri áhættu fólgna í því að lækka vexti of snemma en að halda þeim háum of lengi. Í ljósi alls þessa teljum við að nefndin fari varlega í vaxtalækkanir og viðhaldi stífu aðhaldi þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað þó nokkuð frá því hún fór hæst í 10,2% í fyrra,“ segir í greininunni. Lækkunarferli hefjist í haust Greining Íslandsbanka er á svipuðum slóðum og segir í sinni greiningu að seigla á vinnu- og íbúðamarkaði ásamt þrálátum háum verðbólguvæntingum muni á fundi peningastefnunefndar væntanlega vega þyngra en hjaðnandi verðbólga og vísbendingar um kólnandi hagkerfi. Vaxtalækkunarferli gæti hafist á þriðja ársfjórðungi og komist á fullan skrið á næsta ári. Seðlabankinn Landsbankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi telji deildin horfur á að verðbólga verði föst í kringum sex present fram yfir sumarmánuðina. „Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 8. maí. Við spáum því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum, fimmta fundinn í röð. Nefndin kemur ekki aftur saman fyrr en í ágúst og ef vextir haldast óbreyttir þangað til verður vaxtastigið óbreytt í 9,25% í heilt ár. Peningastefnunefnd hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% á síðustu fjórum fundum. Ákvarðanir um óbreytt vaxtastig hafa ýmist grundvallast á mikilli óvissu um efnahagsþróun eða á þeirri skoðun nefndarinnar að ótímabært sé að lækka vexti, en óþarft að hækka þá. Eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað við óbreytt vaxtastig hefur peningalegt aðhald aukist og raunstýrivextir standa nú í 3,25%, sé miðað við liðna verðbólgu. Á marsfundi nefndarinnar var rætt að vaxtalækkunarferli þyrfti að hefjast á „trúverðugum tímapunkti“ og ekki fyrr en „skýrar vísbendingar“ væru komnar fram um að verðbólgan væri „augljóslega á niðurleið“. Tónninn var harðari en við höfðum búist við og í fundargerð nefndarinnar kom fram að fundarmenn teldu meiri áhættu fólgna í því að lækka vexti of snemma en að halda þeim háum of lengi. Í ljósi alls þessa teljum við að nefndin fari varlega í vaxtalækkanir og viðhaldi stífu aðhaldi þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað þó nokkuð frá því hún fór hæst í 10,2% í fyrra,“ segir í greininunni. Lækkunarferli hefjist í haust Greining Íslandsbanka er á svipuðum slóðum og segir í sinni greiningu að seigla á vinnu- og íbúðamarkaði ásamt þrálátum háum verðbólguvæntingum muni á fundi peningastefnunefndar væntanlega vega þyngra en hjaðnandi verðbólga og vísbendingar um kólnandi hagkerfi. Vaxtalækkunarferli gæti hafist á þriðja ársfjórðungi og komist á fullan skrið á næsta ári.
Seðlabankinn Landsbankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira