Frumkvöðlar koma saman í Kolaportinu Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 11:02 Frá hátíðinni í fyrra. Iceland innovation week Aðaldagskrá Iceland Innovation Week var birt í morgun. Þátttakendur frá meðal annars Google, Microsoft, Snapchat, NATO Innovation Fund og UN World Food Programme eru væntanlegir til landsins á hátíðina, sem fer fram dagana 13-17. maí. Í fréttatilkynningu segir að nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin fari fram í fimmta sinn eftir að hafa verið sett á laggirnar af þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur árið 2020. Hátíðin sé markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar en frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum gefist kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum og kynna starfsemi sína. Í ár fari aðaldagskrá hátíðarinnar fram 15-16. maí í Kolaportinu en búist sé við yfir þúsund gestum á viðburðinn. Hliðarviðburðir verði gegnumgangandi í vikunni opnir öllum. Sprotafyrirtæki hafi fengið aukna fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar „Dagskránni í ár er ætlað að draga fram íslenskar áherslur í nýsköpun. Erindi og pallborðsumræður leggja áherslu á heilsutækni, grænar lausnir, fjárfestingar og leikjaiðnaðinn. Við erum ótrúlega spennt að bjóða fyrirlesara frá stærstu tæknifyrirtækjunum í Silicon Valley velkomna ásamt þekktum frumkvöðlum frá heitustu sprotafyrirtækjunum heims. Fulltrúar frá fjölmörgum erlendum fjárfestasjóðum eru einnig væntanlegir til landsins en við sjáum skýra aukningu í sprotafyrirtækjum sem hafa verið að fá erlenda fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar,“ er haft eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listrænum stjórnanda Iceland Innovation Week. Sjálfbærnivottanir, kynlíf og svefn og glæpagengi í Mexíkó Dagskráin í heild sinni hafi verið kynnt í morgun en tæplega sjötíu þátttakendur úr sprota og frumkvöðlaheiminum stígi á stokk. Meðal þátttakenda verði Nille Skaltz stofnandi B-Corp sem standi á bakvið bestu sjálfbærnivottanir heims. Anna Lee stofnandi sprotafyrirtækisins Lioness og Erla Björns svefnfræðingur muni ræða áhrif kynlífs og svefns á kvenheilsu. Rafael Barroso, englafjárfestir, muni segja ótrúlega sögu frá því þegar hann flúði glæpagengi í Mexíkó og vann sig upp í stjórnunarstöðu hjá Apple. Þá muni Víðir Reynisson frá Almannavörnum taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá HS Orku og Friðriki Guðjónsyni, frumkvöðli. Þar verði rætt hvernig hægt sé að nýta sama hugarfarið í starfi sem viðbragðsaðili annars vegar og stofnandi sprotafyrirtækis hins vegar. Dagskráin er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar. Þar er jafnframt hægt að kaupa passa á dagskránna í Kolaportinu. Auk þess fer líkt og áður segir fjöldi hliðarviðburða fram alla vikuna. Þeir eru haldnir í samstarfi við samstarfsaðila hátíðarinnar og frítt er inn á þá. Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin fari fram í fimmta sinn eftir að hafa verið sett á laggirnar af þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur árið 2020. Hátíðin sé markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar en frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum gefist kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum og kynna starfsemi sína. Í ár fari aðaldagskrá hátíðarinnar fram 15-16. maí í Kolaportinu en búist sé við yfir þúsund gestum á viðburðinn. Hliðarviðburðir verði gegnumgangandi í vikunni opnir öllum. Sprotafyrirtæki hafi fengið aukna fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar „Dagskránni í ár er ætlað að draga fram íslenskar áherslur í nýsköpun. Erindi og pallborðsumræður leggja áherslu á heilsutækni, grænar lausnir, fjárfestingar og leikjaiðnaðinn. Við erum ótrúlega spennt að bjóða fyrirlesara frá stærstu tæknifyrirtækjunum í Silicon Valley velkomna ásamt þekktum frumkvöðlum frá heitustu sprotafyrirtækjunum heims. Fulltrúar frá fjölmörgum erlendum fjárfestasjóðum eru einnig væntanlegir til landsins en við sjáum skýra aukningu í sprotafyrirtækjum sem hafa verið að fá erlenda fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar,“ er haft eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listrænum stjórnanda Iceland Innovation Week. Sjálfbærnivottanir, kynlíf og svefn og glæpagengi í Mexíkó Dagskráin í heild sinni hafi verið kynnt í morgun en tæplega sjötíu þátttakendur úr sprota og frumkvöðlaheiminum stígi á stokk. Meðal þátttakenda verði Nille Skaltz stofnandi B-Corp sem standi á bakvið bestu sjálfbærnivottanir heims. Anna Lee stofnandi sprotafyrirtækisins Lioness og Erla Björns svefnfræðingur muni ræða áhrif kynlífs og svefns á kvenheilsu. Rafael Barroso, englafjárfestir, muni segja ótrúlega sögu frá því þegar hann flúði glæpagengi í Mexíkó og vann sig upp í stjórnunarstöðu hjá Apple. Þá muni Víðir Reynisson frá Almannavörnum taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá HS Orku og Friðriki Guðjónsyni, frumkvöðli. Þar verði rætt hvernig hægt sé að nýta sama hugarfarið í starfi sem viðbragðsaðili annars vegar og stofnandi sprotafyrirtækis hins vegar. Dagskráin er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar. Þar er jafnframt hægt að kaupa passa á dagskránna í Kolaportinu. Auk þess fer líkt og áður segir fjöldi hliðarviðburða fram alla vikuna. Þeir eru haldnir í samstarfi við samstarfsaðila hátíðarinnar og frítt er inn á þá.
Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira