Hver er Kári Hansen? Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 16:47 Ekki verður af því að landsmenn njóti krafta Kára Hansen á Bessastöðum, ekki að þessu sinni, hvað sem verður í framtíðinni. Kári er aðeins 38 ára og hefur tímann fyrir sér. vísir/vilhelm/instagram Kári Vilmundarson Hansen er einn þeirra sem skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar með það fyrir augum að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir í stuttu spjalli við Vísi að hann hefði einfaldlega gripið gæsina, tækifærið. Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði. Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði.
Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira