Skoðun

Vopn, sprengjur og annað eins

Árný Björg Blandon skrifar

Mér er spurn hvað er ríkisstjórnin með utanríkisráðherra í fararbroddi að gera varðandi friðarboðskap til stríðsþjóða? 

Er það gott ráð að senda vopn og annað til að sýna andstöðu okkar? Er ekki vænlegra að nota peningana til að kaupa hjálpargögn fyrir hina stríðshrjáðu?

 Gæti það ekki verið hreinlega hættulegt fyrir þjóðina okkar þegar við er að eiga valdagráðugan mann sem er siðblindur og svífst einskins? 

Ríkistjórnin á að vernda sína þjóð fyrst og fremst en sýna öðrum þjóðum að við styðjum ekki stríð og stöndum með friði. 

Ég skora á utanríkisráðherra og alla ríkisstjórnina að taka þessa vopnasendingarákvörðun út af borðinu. Kyndið ekki undir elda sem gætu breiðst út og orðið skaðvaldar. 

Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×