Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum í fyrsta sinn í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 15:30 Grindavík er í fyrsta sinn í undanúrslitunum frá árinu 2017 en Njarðvíkingar hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í átján ár. Vísir/Diego Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið. Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík) Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira