Reynslunni ríkari og opnar Wilson‘s Pizza á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 14:19 Vilhelm Einarsson er stofnandi Wilson‘s Pizza. Aðsend Wilson‘s Pizza mun opna aftur á Íslandi á morgun eftir níu ára fjarveru á markaði. Staðurinn verður staðsettur í Minigarðinum í Skútuvogi í Reykjavík. Greint er frá tíðindunum í tilkynningu þar sem fram kemur að Wilson's Pizza hafi fyrst opnað í Gnoðarvogi í Reykjavík þann 13. maí 2005. Stofnandinn hafi verið tvítugur bakarasonur frá Akureyri, Vilhelm Einarsson. „Nafnið Wilsons´s Pizza var engin tilviljun, enda var hann Vilhelm alltaf kallaður Wilson og er það enn. Stöðunum fjölgaði ört og árið 2013 voru fimm Wilson’s Pizza staðir á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af aðalsmerkjum Wilson’s Pizza var lágt verð og litla akureyrska Pepperoníið sem umheimurinn þekkir sem Chicago Pepperoni. Brauðstangir Wilson’s Pizza eru án efa einnig eitt af aðalsmerkjum vörumerkisins og ekki má gleyma Wilson’s sósunni,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Vilhelm að hann hafi ekki verið viss um að það væri góð hugmynd að fara aftur í að opna Wilson´s Pizza. „En meðeigendur mínir í Minigarðinum voru alveg sannfærðir um að það væri tækifæri í að endurvekja Wilson‘s“, segir Vilhelm. „Það eru blendnar tilfinningar sem tengjast þessum tíma. Ég var ungur þegar ég stofnaði Wilson‘s, ekki nema 20 ára og fór alveg framúr mér í fjölgun staða sem varð staðnum að falli á sínum tíma. Um leið og ég elska þennan tíma, þá var þetta mjög erfiður tími að þurfa að loka stöðunum sem ég hafði gefið allt mitt og allan minn tíma“, bætir Vilhelm við en er þó mjög spenntur fyrir opnuninni og viðtökum fólks. „Í dag eru allt aðrar aðstæður í mínu lífi, ég er reynslunni ríkari og veit mun betur hvað ég er að fara útí. Ég hef fengið virkilega skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem hafa heyrt af þessum áformum og ekki laust við að það sé smá fiðringur í maganum.“ segir Vilhelm. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Greint er frá tíðindunum í tilkynningu þar sem fram kemur að Wilson's Pizza hafi fyrst opnað í Gnoðarvogi í Reykjavík þann 13. maí 2005. Stofnandinn hafi verið tvítugur bakarasonur frá Akureyri, Vilhelm Einarsson. „Nafnið Wilsons´s Pizza var engin tilviljun, enda var hann Vilhelm alltaf kallaður Wilson og er það enn. Stöðunum fjölgaði ört og árið 2013 voru fimm Wilson’s Pizza staðir á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af aðalsmerkjum Wilson’s Pizza var lágt verð og litla akureyrska Pepperoníið sem umheimurinn þekkir sem Chicago Pepperoni. Brauðstangir Wilson’s Pizza eru án efa einnig eitt af aðalsmerkjum vörumerkisins og ekki má gleyma Wilson’s sósunni,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Vilhelm að hann hafi ekki verið viss um að það væri góð hugmynd að fara aftur í að opna Wilson´s Pizza. „En meðeigendur mínir í Minigarðinum voru alveg sannfærðir um að það væri tækifæri í að endurvekja Wilson‘s“, segir Vilhelm. „Það eru blendnar tilfinningar sem tengjast þessum tíma. Ég var ungur þegar ég stofnaði Wilson‘s, ekki nema 20 ára og fór alveg framúr mér í fjölgun staða sem varð staðnum að falli á sínum tíma. Um leið og ég elska þennan tíma, þá var þetta mjög erfiður tími að þurfa að loka stöðunum sem ég hafði gefið allt mitt og allan minn tíma“, bætir Vilhelm við en er þó mjög spenntur fyrir opnuninni og viðtökum fólks. „Í dag eru allt aðrar aðstæður í mínu lífi, ég er reynslunni ríkari og veit mun betur hvað ég er að fara útí. Ég hef fengið virkilega skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem hafa heyrt af þessum áformum og ekki laust við að það sé smá fiðringur í maganum.“ segir Vilhelm.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira