Sýn hættir við að selja vefmiðla og útvarp Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 17:22 Sýn á meðal annars vefmiðilinn Vísi, útvarpsstöðina Bylgjuna og fleiri stöðvar. Vísir/Vilhelm Stjórn Sýnar er hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu sinni. Forstjóri félagsins segir mikil verðmæti fyrir Sýn að hafa einigarnar áfram innan Sýnar. Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. Sýn tilkynnti kauphöllinni í dag að félagið væri hætt við söluáformin. Í tilkynningunni er vísað til nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar sem telji mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. „Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í samtali við Vísi að áhugasamir aðilar hafi verið við borðið en stjórnin hafi tekið ákvörðun um að skoða framtíðareignarhald ekki frekar. Hún telji mikil verðmhæti falin í að hafa einingarnar áfram innan Sýnar. „Þetta er bara rétt ákvörðun. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagið og alla starfsmenn félagsins,“ segir hún. Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Kauphöllin Fjarskipti Tengdar fréttir Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. Sýn tilkynnti kauphöllinni í dag að félagið væri hætt við söluáformin. Í tilkynningunni er vísað til nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar sem telji mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. „Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í samtali við Vísi að áhugasamir aðilar hafi verið við borðið en stjórnin hafi tekið ákvörðun um að skoða framtíðareignarhald ekki frekar. Hún telji mikil verðmhæti falin í að hafa einingarnar áfram innan Sýnar. „Þetta er bara rétt ákvörðun. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagið og alla starfsmenn félagsins,“ segir hún. Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Kauphöllin Fjarskipti Tengdar fréttir Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21