Viðskipti innlent

Fram­kvæmda­stjóri Jafn­réttis­stofu til Visku

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Jafnréttisstofu frá árinu 2017.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Jafnréttisstofu frá árinu 2017. Aðsend/Daníel Starrason

Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku - stéttarfélagi. Katrín hefur verið framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá árinu 2017.

Í tilkynningu kemur fram að áður en hún hóf störf hjá Jafnréttisstofu hafi hún verið aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri frá 2014. 

„Katrín er með M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri. Hún er menntuð í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla auk þess að vera með BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Á árunum 2006–2014 var Katrín framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar, en fyrir það starfaði hún sem jafnréttisráðgjafi Akureyrar og sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.

Sérfræðingur í kjara- og réttindamálum er nýtt stöðugildi hjá Visku og mun Katrín meðal annars sinna gerð stofnana- og fyrirtækjasamninga auk þess að hafa umsjón með starfsmati félagsfólks Visku hjá sveitarfélögum,“ segir í tilkynningunni. 

Viska – stéttarfélag er stærsta aðildarfélag BHM og eitt stærsta stéttarfélag sérfræðinga á Íslandi. Félagið tók til starfa um áramótin og varð til við sameiningu nokkurra rótgróinna stéttarfélaga sérfræðinga. Viska byggir á norrænni fyrirmynd þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og víðtæka þjónustu við félagsfólk.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×