Körfubolti

„Hlakka rosa­lega til að sjá troð­fullt hús á mánu­daginn“

Stefán Marteinn skrifar
Lárus vonast eftir fullu húsi.
Lárus vonast eftir fullu húsi. Vísir/Bára Dröfn

Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu.

Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu.

„Þetta var frábær körfuboltaleikur. Hann gat alveg eins dottið Njarðvíkur meginn. Það var gott að við náðum í þennan og mér fannst við líka spila svolítið frjálsan bolta. Létum boltann bara flæða og vorum bara í pick and roll og sjáum hvar við hefðum þetta. Ég var ánægður með það í sókninni,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. sáttur eftir leikinn í kvöld.

„Þrátt fyrir að Njarðvík hafi skorað svolítið mikið af stigum þá var ég mjög ánægður með baráttuna í vörninni. Í fyrri hálfleik settu þeir örugglega þrjá spjaldið ofan í þrista, marga flautu þrista þannig við töluðum um það í hálfleik að bara halda bara plani. Þeir eru ekki að fara setja þetta.“

„Mér fannst Raggi kannski svolítið breyta gangi leiksins í upphafi seinni hálfleiks og við náðum strax að jafna leikinn. Hann tekur risastór varnar fráköst hérna á mikilvægum mómentum og var frábær í vörninni þannig Raggi var risastór fyrir okkur í kvöld.“

Það var mikið jafnræði með liðunum í kvöld og alvöru stál í stál barátta en hvað var það sem kom þessum sigri yfir línuna?

„Við siglum þessu með seiglu. D [Darwin Davis] skoraði bara eiginlega alltaf þegar hann vildi. Hann kom með stigin fyrir okkur í lokin. Það var ekkert eitthvað eitt sem sigldi þessu Við náum að skora þremur fleiri stigum í framlengdum leik og náðum einu góðu varnar stoppi. Mér fannst við vera komnir með leikinn þegar Jordan [Semple] var inná en svo fær hann fimmtu villuna og þá misstum við aðeins fráköstin hjá okkur og Njarðvík náði að koma sér inn í leikinn aftur á sóknarfráköstum.“

Þór Þ. er búið að snúa einvíginu sér í hag og geta með sigri í næsta leik á heimavelli tryggt sig í undanúrslitin.

„Við erum búnir að vinna núna Njarðvík tvisvar sinnum. Við erum búnir að vera í basli með þá. Við erum komnir með yfirhöndina í seríunni og okkur líður bara vel í hamingjunni.“

Lárus var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem hans lið fékk úr stúkunni í kvöld en stuðningsmenn Þórs Þ. fjölmenntu í Ljónagryfjuna í kvöld.

„Mér fannst við eiginlega bara eiga stúkuna frá fyrstu mínútu. Mér hlakkar rosalega til að sjá troðfullt hús á mánudaginn. Það verður alvöru stemning.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×