Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 12:24 Nú gustar um bankaráð Landsbankans vegna kaupanna á TM. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi bankans á föstudag að tillögu bankasýslunnar. Vísir/Sigurjón Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira