Viðskipti innlent

Spánski verður Daisy

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Spánski barinn hefur verið til húsa að Ingófsstræti 8 síðustu sex árin, og rekinn við góðan orðstír.
Spánski barinn hefur verið til húsa að Ingófsstræti 8 síðustu sex árin, og rekinn við góðan orðstír. facebook

Spánski barinn að Ingólfsstræti 8 mun heyra sögunni til. Í hans stað mun koma barinn Daisy, að sögn nýrra eigenda.

Staðurinn opnaði dyrnar árið 2018 og er því rúmlega sex ára. Að sögn Þórdísar Guðjónsdóttur eiganda hefur reksturinn gengið vel en nú sé komið að kaflaskilum. 

„Þetta hefur gengið vel. Búin að vera í sex ár, þar af í gegnum Covid. Aðalmaðurinn Augustin er kominn á aldur. Nú kemur bara ungt fólk og tekur við.“

Þórdís þakkar gestum staðarins sérstaklega.

„Við elskum staðinn og þökkum þessum frábæru gestum sem hafa verið þarna. Við munum sakna þeirra. Biðjum kærlega að heilsa,“ segir Þórdís að lokum.

Klassískir kokteilar

Jakob Eggertsson er einn nýju eigendanna, sem einnig reka barina Jungle og Bingó. Hann segir í samtali við fréttastofu að fyrirhugað sé að opna staðinn Daisy í sama rými og Spánski var.

„Þetta verður nýr kokteilbar, sem mun heita Daisy. Þetta verða kokteilar með léttum veitingum, í huggulegu umhverfi,“ segir Jakob. 

„Þetta er glænýr staður, með fókus á alvöru, klassíska kokteila. Við pörum það svo með léttum veitingum og víni. Þetta er annars allt enn í þróun,“ segir Jakob.

Nýir eigendur; Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktsson og Sindri Árnason.jakob eggertsson
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×