Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2024 12:07 Smiðir við vinnu á fullu tungli. Það er ekki þeim að kenna að húsnæðisuppbyggingin er með þeim hætti að hún mætir aðeins 56 prósentum af íbúðaþörf. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en eitt meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur er til eignar eða leigu. Niðurstöður marstalningar á íbúðum í byggingu segja að við séum óralangt frá því markmiði. Kolsvört staða blasir því enn við í húsnæðismálum landsmanna. Langt frá því að halda í horfinu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 9,3 prósentum færri íbúðum en á sama tíma í fyrra. Fjöldi íbúða eru á sama framvindustigi og þær voru fyrir ári. HMS býst við 3.020 fullbúnum íbúðum í ár og 2.768 íbúðum á næsta ári. Þetta myndi aðeins mæta 56 prósentum af áætlaðri íbúðaþörf. Alls voru framkvæmdir hafnar á 7.937 íbúðum um land allt í mars, samanborið við 8.683 íbúðir í september á síðasta ári og 8.791 í mars 2023. Við höldum ekki í horfinu heldur erum að fjarlægjast það markmið að uppfylla húsnæðisþörf. Byggingaframkvæmdir í Smáranum. Ljóst er að herða þarf mjög á byggingarframkvæmdum ef það á að nálgast húsnæðistþörf landsmanna.vísir/vilhelm Samkvæmt talningunni er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru tæp sjötíu prósent af öllum íbúðum í byggingu. Flestar í Reykjavík (2.283 íbúðir) og næstflestar í Hafnarfirði (1.490 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (474 íbúðir) og Reykjanesbæ (370 íbúðir). „Íbúðum í byggingu fækkar í flestum sveitarfélögum, en mest í Reykjavíkurborg þar sem þær voru 324 færri en í síðustu talningu, sem jafngildir 12,4% samdrætti. Í Hafnarfjarðarbæ fækkar íbúðum í byggingu næst mest, en þær voru um 115 færri en í fyrrahaust, sem jafngildir 7,2% samdrætti.“ Mætir 56 prósent af íbúðaþörf Í fáeinum sveitarfélögum fjölgaði íbúðum í byggingu hins vegar á milli talninga, mest í Akureyrarbæ, en þar nam hún 17,3% frá því í fyrrahaust, þar sem 47 fleiri íbúðir voru í byggingu. Og í Mýrdalshreppi fjölgaði íbúðum í byggingu svo um 16 á milli talninga sem nemur um 64% fjölgun. HMS Alls eru 1.880 íbúðir í framkvæmdum standa í stað á milli talninga sem bendir til þess að byggingaraðilar séu enn að halda að sér höndum í einhverjum verkefnum. Í tilkynningunni frá HMS er áætluð íbúðaþörf, samkvæmt miðspá í Mælaborði húsnæðisáætlana, 4.208 íbúðir fyrir árið 2024 og 4.921 íbúð fyrir árið 2025. Að auki leiða búferlaflutningar Grindvíkinga til aukinnar húsnæðisþarfar á þessu ári og því næsta, en um 1.200 íbúðir eru skráðar í bænum. „HMS metur því að íbúðaþörf fyrir árin 2024 og 2025 nemi yfir 10 þúsund íbúðum, á meðan fullbúnum íbúðum muni aðeins fjölga um 5.788 talsins. Fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að koma á markað á þessu ári og því næsta mun því einungis fullnægja um 56 prósent af íbúðaþörf.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en eitt meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur er til eignar eða leigu. Niðurstöður marstalningar á íbúðum í byggingu segja að við séum óralangt frá því markmiði. Kolsvört staða blasir því enn við í húsnæðismálum landsmanna. Langt frá því að halda í horfinu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 9,3 prósentum færri íbúðum en á sama tíma í fyrra. Fjöldi íbúða eru á sama framvindustigi og þær voru fyrir ári. HMS býst við 3.020 fullbúnum íbúðum í ár og 2.768 íbúðum á næsta ári. Þetta myndi aðeins mæta 56 prósentum af áætlaðri íbúðaþörf. Alls voru framkvæmdir hafnar á 7.937 íbúðum um land allt í mars, samanborið við 8.683 íbúðir í september á síðasta ári og 8.791 í mars 2023. Við höldum ekki í horfinu heldur erum að fjarlægjast það markmið að uppfylla húsnæðisþörf. Byggingaframkvæmdir í Smáranum. Ljóst er að herða þarf mjög á byggingarframkvæmdum ef það á að nálgast húsnæðistþörf landsmanna.vísir/vilhelm Samkvæmt talningunni er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru tæp sjötíu prósent af öllum íbúðum í byggingu. Flestar í Reykjavík (2.283 íbúðir) og næstflestar í Hafnarfirði (1.490 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (474 íbúðir) og Reykjanesbæ (370 íbúðir). „Íbúðum í byggingu fækkar í flestum sveitarfélögum, en mest í Reykjavíkurborg þar sem þær voru 324 færri en í síðustu talningu, sem jafngildir 12,4% samdrætti. Í Hafnarfjarðarbæ fækkar íbúðum í byggingu næst mest, en þær voru um 115 færri en í fyrrahaust, sem jafngildir 7,2% samdrætti.“ Mætir 56 prósent af íbúðaþörf Í fáeinum sveitarfélögum fjölgaði íbúðum í byggingu hins vegar á milli talninga, mest í Akureyrarbæ, en þar nam hún 17,3% frá því í fyrrahaust, þar sem 47 fleiri íbúðir voru í byggingu. Og í Mýrdalshreppi fjölgaði íbúðum í byggingu svo um 16 á milli talninga sem nemur um 64% fjölgun. HMS Alls eru 1.880 íbúðir í framkvæmdum standa í stað á milli talninga sem bendir til þess að byggingaraðilar séu enn að halda að sér höndum í einhverjum verkefnum. Í tilkynningunni frá HMS er áætluð íbúðaþörf, samkvæmt miðspá í Mælaborði húsnæðisáætlana, 4.208 íbúðir fyrir árið 2024 og 4.921 íbúð fyrir árið 2025. Að auki leiða búferlaflutningar Grindvíkinga til aukinnar húsnæðisþarfar á þessu ári og því næsta, en um 1.200 íbúðir eru skráðar í bænum. „HMS metur því að íbúðaþörf fyrir árin 2024 og 2025 nemi yfir 10 þúsund íbúðum, á meðan fullbúnum íbúðum muni aðeins fjölga um 5.788 talsins. Fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að koma á markað á þessu ári og því næsta mun því einungis fullnægja um 56 prósent af íbúðaþörf.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira