Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2024 23:00 Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair Group. Arnar Halldórsson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. Í fréttum Stöðvar 2 var flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli heimsótt. Þar inni var Boeing 757-þota, TF-LLW, í viðhaldi eftir að hafa lokið þremur þriggja vikna hnattreisum. Sú var merkt National Geographic en Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir vélarnar oftast merktar viðskiptavinum; ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í lúxusferðum fyrir efnafólk. Þessi vél er merkt kaupanda þjónustunnar, National Geographic.Arnar Halldórsson „Þetta eru mest amerískar ferðaskrifstofur. En svo erum við með viðskiptavini í Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi.. út um allt,“ segir Árni. Framan af voru Loftleiðir bara með eina flugvél hluta úr ári í svona lúxusferðum en núna eru þær orðnar þrjár allt árið. Hnattreisurnar í heild 83 talsins frá upphafi. Og Loftleiðavélarnar hafa meira að segja lent á Suðurpólnum. Boeing 757-flugvél Loftleiða á Suðurskautslandinu.Loftleiðir Icelandic „Þetta hefur ekki verið mikil markaðssetning. Þetta hefur bara spurst út. Þetta er ekkert rosalega stór heimur. Flestir okkar nýju kúnna sem eru að koma hafa bara frétt af okkur einhversstaðar annarsstaðar.“ Þetta eru ýmist hnattreisur eða sérferðir um einstaka heimsálfur þar sem farþegum er boðið upp á lúxussæti. Í flugvél sem gæti borið tvöhundruð farþega eru sætin ýmist bara áttatíu eða jafnvel fimmtíu. „Þetta er mjög dýrt. En við leigjum bara út vélina. Við sjáum ekkert um að selja sætin,“ segir Árni. Farþegarými í einni af lúxusþotum Loftleiða. Hér eru aðeins fimmtíu sæti - í flugvél sem með venjulegum sætum gæti tekið tvöhundruð farþega.Loftleiðir Icelandic Hann segir að þriggja til fjögurra vikna lúxusferð kosti frá 80 þúsund og upp undir 200 þúsund dollara. „Það eru 25 milljónir eða eitthvað á mann. Það er ekki bara flugið. Það eru öll hótel, matur og allt innifalið. En þetta er náttúrlega svakalega dýrt,“ segir Árni. Flugið er á íslensku flugrekstrarleyfi og áhafnir skipaðar starfsmönnum Icelandair. „Þetta er mun stærri áhöfn en venjulega. Við erum með þrjá flugmenn, sex til sjö flugfreyjur, einn flugvirkja um borð og tvo kokka. Þannig að það eru mjög margir sem koma að þessu.“ Tveir kokkar eru hafðir um borð til að elda fyrir farþegana.Loftleiðir Icelandic Verkefnið hefur verið eftirsótt hjá starfsfólki Icelandair. En það gæti breyst þegar ferðirnar eru orðnar þrjátíu á ári. „Það hefur verið slegist um þetta að komast í þessar ferðir. En þegar þetta eru orðnar svona margar ferðir þá fer að verða aðeins flóknara að manna þetta. Því að þú ert auðvitað þrjár fjórar vikur í burtu,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Suðurskautslandið Boeing Tengdar fréttir Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli heimsótt. Þar inni var Boeing 757-þota, TF-LLW, í viðhaldi eftir að hafa lokið þremur þriggja vikna hnattreisum. Sú var merkt National Geographic en Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir vélarnar oftast merktar viðskiptavinum; ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í lúxusferðum fyrir efnafólk. Þessi vél er merkt kaupanda þjónustunnar, National Geographic.Arnar Halldórsson „Þetta eru mest amerískar ferðaskrifstofur. En svo erum við með viðskiptavini í Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi.. út um allt,“ segir Árni. Framan af voru Loftleiðir bara með eina flugvél hluta úr ári í svona lúxusferðum en núna eru þær orðnar þrjár allt árið. Hnattreisurnar í heild 83 talsins frá upphafi. Og Loftleiðavélarnar hafa meira að segja lent á Suðurpólnum. Boeing 757-flugvél Loftleiða á Suðurskautslandinu.Loftleiðir Icelandic „Þetta hefur ekki verið mikil markaðssetning. Þetta hefur bara spurst út. Þetta er ekkert rosalega stór heimur. Flestir okkar nýju kúnna sem eru að koma hafa bara frétt af okkur einhversstaðar annarsstaðar.“ Þetta eru ýmist hnattreisur eða sérferðir um einstaka heimsálfur þar sem farþegum er boðið upp á lúxussæti. Í flugvél sem gæti borið tvöhundruð farþega eru sætin ýmist bara áttatíu eða jafnvel fimmtíu. „Þetta er mjög dýrt. En við leigjum bara út vélina. Við sjáum ekkert um að selja sætin,“ segir Árni. Farþegarými í einni af lúxusþotum Loftleiða. Hér eru aðeins fimmtíu sæti - í flugvél sem með venjulegum sætum gæti tekið tvöhundruð farþega.Loftleiðir Icelandic Hann segir að þriggja til fjögurra vikna lúxusferð kosti frá 80 þúsund og upp undir 200 þúsund dollara. „Það eru 25 milljónir eða eitthvað á mann. Það er ekki bara flugið. Það eru öll hótel, matur og allt innifalið. En þetta er náttúrlega svakalega dýrt,“ segir Árni. Flugið er á íslensku flugrekstrarleyfi og áhafnir skipaðar starfsmönnum Icelandair. „Þetta er mun stærri áhöfn en venjulega. Við erum með þrjá flugmenn, sex til sjö flugfreyjur, einn flugvirkja um borð og tvo kokka. Þannig að það eru mjög margir sem koma að þessu.“ Tveir kokkar eru hafðir um borð til að elda fyrir farþegana.Loftleiðir Icelandic Verkefnið hefur verið eftirsótt hjá starfsfólki Icelandair. En það gæti breyst þegar ferðirnar eru orðnar þrjátíu á ári. „Það hefur verið slegist um þetta að komast í þessar ferðir. En þegar þetta eru orðnar svona margar ferðir þá fer að verða aðeins flóknara að manna þetta. Því að þú ert auðvitað þrjár fjórar vikur í burtu,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Suðurskautslandið Boeing Tengdar fréttir Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00